4.11.2008 | 00:11
Lífsstíll eða líferni
Hvað eigum við að gera í "kreppunni" sem ekki sjáum okkur fært að breyta um lífsstíl? Lífsstíll er það sem allir tala um en ég get ekki séð hverju ég ætti svo sem að breyta. Við höfum um langt skeið lifað góðu lífi sem grundvallast á heimagerðum mat og huggulegheitum sem felst í því að umgangast vini og vandamenn og njóta menningar bóka, bóka og tónlistar. Við vorum svo heppin að vera búin að kaupa árskort á sinfóníuna og vonum bara að hún haldist á floti þetta árið og við fáum að njóta listar hennar í nýju tónlistarhúsi sem vonandi kemst í gagnið áður en ég dey. Mig langar ekki til að breyta neinu hjá mér og sé heldur ekki ástæðu til þess.
Áður fyrr var talað um líferni en ekki lífsstíl. Það virðist vera á sömu bókina lært með lífsstílinn og lífernið að það er eitthvað sem ekki varðar mig heldur eru það aðrir sem þurfa að huga að því að skoða það hjá sér. Ættum við kannski að fara aftur að fara að tala um syndir og syndaaflausn.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 190731
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varstu eitthvað að ræða þennan lífsstíl við mig?
þinn Erling
erling (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:51
'Eg get tekið undir með þér vinkona, ég hef engu að breyta ... lifi svo hófstilltu lífi að líferni mitt verður óbreytt
Bryndís (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.