Vegna fjölda áskoranna byrja ég enn og aftur að blogga

Vegna fjölda áskoranna byrja ég enn og aftur að blogga. Mér er borið á brýn að ég sé að einangra mig og rækti ekki vina- og fjölskyldutengsl. Ég sem trúði því að bloggið mitt væri ekki lesið, engum fyndist það merkilegt. Nú veit ég, sem ég vissi reyndar áður, að ég á dygga lesendur og hef ákveðið að blogga af einskærri tryggð og virðingu við þá.

Sælir ágætu lesendur mínir.

Ég ætla að helga bloggið í dag persónulegum fréttum sem eru sem betur fer ekki þess eðlis að þær þurfi stórar fyrirsagnir. Ég hef verið í sumarfríi sem var óvanalegt að því leyti að ég fór ekki neina lengri gönguferð. Í stað þess hef ég farið í nokkrar styttri ferðir og svo auðvitað gengið og hreyft mig hér í nágrenninu. Ég fór austur á land en ekki bara í Breiðdalinn heldur ferðaðist einnig ég um á Héraði og gisti Seyðisfjörð. Ferðin austur og rólegheitin urðu til þess að ég gaf mér góðan tíma til að lesa mér til um átthaga mína, en ég hef satt best að segja verið allt og löt við það. En hvað er áhugaverðara en Austurland?

Auk ferðarinnar austur er ég búin að fara á tvær tónlistarhátíðir, í Reykholti og á Kirkjubæjarklaustri og fara í mína árlegu dekurferð til Blönduóss þar sem ég m.a. skoðaði uppstoppað bjarndýr og borðaði kengúrusteik. Þegar sumarfrí mínu lauk tók við nýr kafli í lífi mínu, það er að segja, ég hætti að mæta í vinnuna. Ég er sem sagt komin á eftirlaun. Mér finnst enn að ég viti ekki alveg hvernig það er. Ég ætla ekki að gera mikil plön um hvernig ég ver tíma mínum á þessu nýja æfiskeiði heldur njóta þess að hafa enga stundtöflu til að fara eftir og sjá hvernig það virkar. Heima í sveitinni stýrðu kýrnar dagsritmanum hjá fólki. Ásdís amma mín í Mörk átti kú og Sigurbjörg amma mín sá lengi vel um að skilja mjólkina eftir að hún var komin í "hornið". Ég er því miður ekki svo vel sett að ég eigi nokkurn að gang að kúm enda stýra þær ekki lengur ritmanum hjá fólki. Það kemur vonandi í ljós hver eða hvað fær það hlutverk í mínu lífi. Í versta falli verð ég að gera það sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra mín

Og mikið er ég glöð að sjá þig aftur að blogga - og til hamingju að vera komin á '' þetta ævieið..

Hér í Tx er allt gott - Fréttamenn segja okkur á hverjum degi að nú sé Gústi, Hanna eða Ikeá leiðinni til okkar og hrella okkur Houston-búa en við fáum alldrei dropa úr lofti einu sinni.. þessu er misskipt hérna við golfflóann eða bara einhverju efra mætti sérstaklega annt um okkur hér..

En kær kveðjan og hafðu það fínt -

Oddný í TX

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:08

2 identicon

Sæl Bergþóra mín.

Frábært að þú ert farin að blogga aftur.  Hlakka til að lesa meira frá þér þegar þú leggst í að hugsa um allt og ekki neitt.

Kv.

Ragnheiður í Mosó

Ragnheiður (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:18

3 identicon

Hæ hæ Bergþóra mín .

það er gaman að þú ert farin að blogga aftur  það er svo gaman að lesa bloggið þitt

knús Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband