15.6.2008 | 17:16
Átti að bjarga bangsa?
Mikið var hann fallegur hvítabjörninn sem spókaði sig í land í Skagafirði. Ef dýrið væri ekki svona stórt og hættulegt og ef ég byggi ekki í blokk myndi ég vilja hafa dýrið sem heimilisdýr. En ég veit betur.
Samúðin með bangsa minnir mig á uppgötvun frá því þegar ég vann í síldarbræðslu þegar ég var ung og duglega að læra um lífið. Ég vann vaktir og sá um pressuna sem var framarlega í verksmiðjunni. Það var ekki erfitt verk það eina sem ég þurfti að passa var að halda mér vakandi og líta eftir mælum. En af of til þurfti þó að taka til hendi ef eitthvað fór úrskeiðis. Mér er sérstaklega minnisstæð barátta mín við maðkaveitu sem um nokkurt skeið herjaði á að komast inn í hlýjuna og skreið inn verksmiðjugólfið eins og hvítur dregill. Orsökin var að það hafði verið farið ógætilega með úrgangsmjöl og því beinlíns fleygt ofan í púkkið í grunni hússins. Besta leiðin til að sigrast á þessum ófögnuði var að fara á þá með spúlinn og skola þeim niður. En það var eins og það kviknuðu stöðugt nýir og nýir maðkar.
Mér þótti þetta ekki leiðinlegt enda hélt það mér vakandi. Það sem mér fannst verra var þegar einn og einn maðkur komst aldeilis einsamall langt inn á gólf, alveg inn undir pressu og stundum í augnhæð við mig eftir veggsyllu og datt kannski í hárið á mér. Ég var sérstaklega á verði gagnvart þessum einförum. Það sem mér fannst merkilegt og þá er ég komin að bangsa, var að ég tók nærri mér að aflífa þá einn og einn. Ég lét mig þó hafa það frekar en hafa þá skríðandi í hárinu á mér. Síðan þá hef ég vitað að það er auðvelt að drepa í stórum stíl en eitt og eitt dýr. Ég hef síðan ályktað sem svo að þetta eigi ekki síður við í því sem menn kalla hernað.
Niðurstaða mín varðandi hvítabjörninn er að ég tek ekki afstöðu í málinu, ég veit ekki hvernig var að vera stödd þarna á Þverárfjalli. En umræðan um bangsa er góð og ég held að það sé alltaf gott að velta því fyrir sér hvort að það eigi að grípa til byssunnar.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.