3.6.2008 | 23:00
Jeppamenn
Er ekki allt í lagi með jeppaeigendur? Um nokkurt skeið hefur verið að læðast að mér óþægilegur grunur. Ég hef reynt að bægja honum frá vegna þess að ég veit að órökstuddur grunur er hættulegur. Og ef maður sofnar á verðinum getur maður alið á fordómum og það vil ég ekki.
En grunurinn er þessi: Það er þörf á hugarfarsbreytingu hjá jeppaeigendum. Og í framhaldi af því sækja á mig hugsanir:
"Hvernig á að fá þá til að skilja að það gilda sömu reglur fyrir þá og aðra ökutækjaeigendur?"
"Það er ekki leyfilegt að leggja bílum hvar sem er, jafnvel þótt það sé hægt".
Hvers konar mömmur eiga svona menn?
Ég er t.d. á ágætum bíl og ég kemst alveg upp á gangstétt en ég veit að það er ekki ætlast til þess og þá geri ég það ekki. Hvað er að þessu fólki? Halda jeppamenn að lögin gildi ekki fyrir þá af því þeir eru á svona stórum ökutækjum?
Ég ætla samt ekki á þessu stigi málsins að fullyrða neitt heldur horfa, virða fyrir mér og meta ástandið. Ástæðan er að fyrir tveimur dögum gekk yfirgangur jeppaeiganda (orðið er í eintölu) alveg fram af mér. Ástæðan var þessi. Ég hafði lengi hlakkað til að hjóla nýta reiðhjólastíginn á Lönguhlíð. Var að koma úr Perlunni og hugsaði mér gott til glóðarinnar. NÚ VERÐUR GAMAN. Og hvað gerist? Þegar ég er rétt komin inn á þennan ágæta stíg, blasir við stór svartur jeppi sem er lagt si svona ein sog ekkert sé mitt í stíginn. Ég veit svo sem að eitt atvik segir ekkert og það er hættulegt að alhæfa en samt. Grunur minn styrkist. En auðvitað er það hrein vitleysa að gera ekkert. Ég ætla ekki samt að slá neinu föstu um yfirgang fólks á stórum ökutækjum. Ég ætla að kaupa mér myndavél, myndir og skrásetja lögbrot. Ég sé eftir því að hafa ekki skráð hjá mér númerið á drekanum sem var lagt í hjólastíginn á Lönguhlíðinni.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 190726
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.