Ég held að vorið sé að breytast í sumar

Ég held að vorið sé að breytast í sumar það sagði veðrið mér í dag hér í Laugardalnum og ég horfði líka á hitatölurnar á Austurlandi. Mér varð hugsað til systur minnar ekki varð þó af því að ég hringdi til hennar. Hún er núna hætt að snúast í kring um ær og lömb og farin að snúast í kringum sumargesti. Það stendur nokkurn veginn á endum. Ég hef svo sem líka haft í mörgu að snúast. Á föstudaginn tökum við barn í gistingu, á laugardag fórum við á djasstónleika og í dag ætlaði ég að taka ærlega til í íbúðinni. Þeirri áætlun var þó breytt í skyndi þegar ég vissi að von væri á Oddnýju mágkonu minni (Texasfara) í morgunmat. Í stað vorhreingerningarinnar áttum við notalega samverustund og gengum saman í sólinni.

Síðari hluta dagsins notaði ég til gera hraðvorhreingerningu. Ég lagaði til í bókahillunni og þreif svalir og svefnherbergi. Ánægðust er ég með tiltekt mína  á svölunum og nú er ekkert sem mælir gegn því að bjóða næsta morgungestum í morgunkaffi þar úti..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 189892

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband