Fyrir hvern er bloggið?

Ég ætla ekki að svara þessu, nema fyrir mig og mitt blogg. Ég blogga fyrir sjálfa mig og fyrir örfáa, mágkonur mínar (þær lesa alltaf bloggið mitt), börnin mín (þau lesa það þegar nenna) og fyrir alla aðra sem villast inn á á bergthoraga af ólíkum ástæðum.

Dagurinn í dag var helgaður list og hreyfingu (þó ekki hreyfilist). Við hjónin hjóluðum í bæinn og röktum okkur í gegnum söfnin. Ég hafði nokkra hugmynd um hvað myndi bíða mín því ég fylgist með í listaheiminum og vissi að það væri betra að setja sig í stellingar og skoða með opnum huga hvernig nútímalistamenn tjá sig um það sem þeim liggur á brjósti. Nálgast listina með opnum huga, því það er ekkert að græða á því fyrir neinn að loka úti það sem fólk hefur að segja manni.

Fyrst fórum við í Listasafnið og gengum um sali. Í fyrsta salnum héngu hengirúm og keðjur úr lofti og mig langaði mest til að hvíla mig eftir hjólaferðina. Ég vissi reyndar að það er tæpast við því að búast að fók hvíli sig á myndlistasýningum, jafnvel nútímamyndlistsýningum og las mér til um verkið og ég skildi það. Mig langaði eftir það ekki til að liggja í neinni af þessum kojum því verkið var ekki fyrir mig en ég fann því tilill eða tileinkun: Þetta verk er tileinkað Guðmundi í Byrginu.

Næstu tveir salir sem ég gekk í gegnum voru fullir af sjónrænu áreiti til að örva skynhrif og gleðja hugann. Það var svo sem allt í lagi, en eiginlega þarf ég samt ekkert á því að halda fyrir mig, ég hef séð svo margt og augu mín eru afar viljug til að skynja og hugurinn að túlka.

Ég komst ekki inn á sýningu Elínar Hansdóttur, sem ég ætlaði að sjá, því þar var biðröð, einn í einu  og ég nennti ekki að bíða. Ákvað að fara á borgarstjórasýninguna í Ráðhúsinu. Það gekk ekki því þar voru samankomnir allir (eða næstum allir) lifandi (eða næstum lifandi) borgarstjórar (eða næstum borgarstjórar) því það var verið að heiðra þá. Mig langaði ekki til að heiðra neinn þeirra svo ég fór og skoðaði ljómandi skemmtilega ljósmyndasýningu við hliðina.

Eftir þetta fórum við hjónin í Listasafn Reykjavíkur. Það var enginn gerningur í gangi því listamennirnir höfðu farið austur á land en við skoðuðum það sem var í föstu formi og aðallega rafrænt. Ég hef ekki gaman að því að horfa á myndbönd og heillast meira af lifandi tónlist en þeirri sem búið er að taka upp. Skoðaði þetta þó allt með opnum huga og dáðist að vinnu rafvirkjanna en þeirra var reyndar hvergi getið. Ég hef verið í vandræðum með að fá rafvirkja og hef því vökult auga á vinnu þeirra.

Að lokum fórum við hjónin aftur á upphafsstað göngunnar að húsi sonar míns á Spítalastíg en þar höfðum við skilið eftir hjólhestana. Og viti menn. Þar blasti við gjörningur sem tók öllu fram sem ég hafði verið að skoða. Í ferhyrndum ramma lá flekkóttur köttur á kringlóttum hekluðum dúk og malaði. Segið svo að mynlistasýningar opni ekki hugann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já já og einstaka svilkona sem kíkir nær daglega á bloggið.

Flottur köttur þeir geta malað listilega margir.

kv

Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband