Sagan um BÍBÍ

Mér finnst oft betra að lesa jólabækurnar þegar jólbókavertíðin er löngu liðin,  það er eins og ég nái betra sambandi við þær. Um hvítasunnuhelgina las ég söguna um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég held að það megi segja að ég hafi ekki lagt bókina frá mér nema þegar ég þurfti að sinna brýnum erindum sem alltaf eru alltaf þó nokkur, jafnvel þótt það séu hátíðadagar.

 Ég var fyrir fram undir það búin að mér myndi e.t.v. ekki fjalla bókin því mér leiðast frásagnir af yfirskilvitlegum hlutum, ég trúi ekki á slíkt mér finnst slíkar frásagnir oft ruglingslegar og lítið gefandi Ég dreg samt gildi þeirra ekki í efa og að þær eru hlaðnar merkingu fyrir þann sem segir frá. Ég trúi því sem sagt að yfirskilvitlegu hlutirnir gerist inni í kollinum á fólki og það dregur ekkert úr gildi þeirra að mínu mati. Á móti kom að mér finnst Vígdís vera góður sögumaður og ég hafði frétt að lífssaga Bíbíar væri merkileg og einstök.

Bókin sveik mig ekki, hún gagntók mig. Hugur minn er enn hjá persónum bókarinnar. Svona eiga góðar bækur að vera. Ég hef að vísu ekki breytt um skoðun á hinu yfirskilvitlega en skítt með það. Þetta er ein af þeim góðu  bókum sem dýpkar og kennir okkur um lífið og að bera virðingu fyrir öðrum jafnvel þótt við skiljum þá ekki til fulls. Ég gæti alveg hugsað mér að lesa framhald bókarinnar um Bíbí því hún á eflaust margt ósagt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og bless mágkona ..

Las Bíbí líka og eitthvað þar  sem grípur mann föstum tökum -en hlakka til að koma í bæinn eftir viku..

og sjá ykkur hjón og ykkar fólk- vonandi fær maður eitthvað gott að borða eins og alltaf.. ummm umm..

og einhvern vökva með.... en sjáumst

Kerla í Tx

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband