12.5.2008 | 15:33
Kynslóðafordómar eru ekki betri en kynþáttafordóma
Ég hef kosið að hafa bloggið mitt fyrst og fremst fjölskylduvænt, því ég veit að lesendahópur minn eru fyrst og fremst konur í fjölskyldunni. Ég hef því reynt að sneyða hjá hugleiðingum um það sem er á efst á baugi og margtuggið. Ég vona enginn álykti sem svo að ég fylgist ekki með eða sé hætt að lesa blöðin. En satt að segja er ég orðin leið á blöðunum og finnst alltof oft lítið á þeim á græða. Upp á síðkastið hef ég haldið mig við að lesa þau út frá strangri forgangsröðun, þar sem ég hraðles flest en les nokkrar greinar les ég vel. Það eru greinar eftir höfunda sem mér finnst að jafnaði gefandi.
Einn af höfundunum sem eru í náðinni hjá mér og miklu uppáhaldi er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Það voru mér því sérstök vonbrigði að lesa grein eftir Hallgrím sem mér þótti bæði heimskuleg og fordómafull (fordómar eru náttúrlega einhvers konar heimska) en greinin er helguð því sem hann kallar furukynslóðina. Nú vil ég ekki detta í þá gryfju að vera með órökstuddar fullyrðingar en læt mér nægja þetta.
Það er ekki varasamt að álykta um smekk fólks út frá einhverju sem er kallað neinar kynslóðir, það er bara til fólk, einstaklingar og oftast eru þeir hver með sínu móti. Smekkur fólks fyrir trjágróðri er eitt af því sem er skemmtilega ólíkt og fólk þarf stundum að koma sér saman um hvað á að rækta ef það vill hafa áhrif á umhverfi sitt með sameiginlegum ákvörðunum. Þetta mætti sjálfsagt gera í ríkara mæli. Það sem Hallgrímur segir um fururnar er byggt á misskilningi því litlu fururnar sem verða aldrei stórar eru dæmi í gróður sem þótti og þykir enn heppilegur í við hús einmitt af því dvergfururnar eru litlar. Ég sem þetta skrifa hef og bý í blokk í Álfheimunum hef sérstakt dálæti á gróðri en úr sveit. Ég vildi að ég ætti garð eða land til rækta en verð að láta mér nægja að horfa á ræktun eða vanræktun annarra. Ég þakka forsjóninni fyrir Laugardalinn og sé eftir hverjum fermetra sem er af honum sneyddur. Mér finnst furur, lúpína og ösp fallegar en þar sem þær eiga við. Mér finnst hvönn líka falleg nema á Hornströndum þar sem hún hefur lagt undir sig stór svæði og kæft annan gróður. Það er trúlega ekki mikið að gera í því enda hefur það ekkert með grein Hallgríms að gera og ég ætla að halda áframað lesa hann því ég held að þessi grein hafi bara verið skrifuð í geðvonsku. Ef ég vildi geðvonskast um smekk myndi ég tala um þessi hús (það er heldur ekki rétt að spyrða þau öll saman). Geðvonska mín snýr að húsunum sem er verið að byggja núna, mikið eru þau ljót, sum.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Bergþóra
Við hin getum líka bara lesið blöðin sjálf, verð að finna þessa grein hans Hallgríms.
kv
Gréta
Gréta (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:20
Takk Gréta, það er gaman að fá línu frá þér. Eins og þú kannski sérð finnst mér greinin misheppnuð, miðað við Hallgrím. Þú ert sjálfsagt búin að setja þetta í endurvinnslupokann.
Bergþóra (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.