Baráttudagur verkalýðsins

Í mínum huga er baráttudagur verkalýðsins sérstakur dagur til að fagna. Ég ber mikla lotningu fyrir þessum degi og finnst ég eigi hann meira en aðra daga. Ég fór þó ekki í kröfugönguna í því ég þurfti að standa í annarri baráttu sem stóð mér nær í þetta skiptið. Ég notaði daginn til að taka til heima hjá mér og það veitti ekki af. Þetta var þó engin stórhreingerning heldur margt smátt. En í það fór dagurinn. Einu hátíðahöld mín í dag voru að ég lagaði pizzu og bauð gömlum félögum í mat. Við ræddum smávegis um gömlu góðu og róttæku tímana þegar við vorum í Fylkingunni og vorum svo róttæk að það þótti sjálfsagt að fara í sérgöngu með eigin kröfur því verkalýðshreyfingin var aldrei nógu róttæk. Ef við hefðum átt vörubíla hefðum við án efa staðið fyrir byltingu. Splurningin er hvort það hefði verið til bóta fyrir þjóðina. Þeirri spurningu verður trúlega seint svarað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 188991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband