Í bland við tröllin

Ég man fyrst eftir því að ég heyrði talað um stríð þegar ég var þriggja ára. Þú ræður því, lesari minn hvort, þú trúir því en þannig var það. Reyndar var þá talað um STRÍÐIÐ. Ég man eftir flugvélunum og ég man eftir því að okkur krökkunum var bannað að vera úti af því það voru tundurdufl að veltast í fjöruborðinu fyrir framan bæinn. En trúlega man ég fyrst og fremst eftir þessu af því ég skynjaði að fullorðna fólkinu stóð ógn af stríðinu. Síðar þegar ég varð eldri og fór að fylgjast með heimsfréttum, fannst mér í fyrstu að afstaða mín til stríðs ætti að ráðast af málstað. Ég varð pólitísk og reyndi að setja mig inn í rök stríðandi fylkinga. Smám saman hef ég komist að því að það er ekki hægt að vinna stríð, bara tapa og það tapa allir. Það er ekki hægt að uppræta illt með illu.

Þetta kann að virka barnalegt og það hafa margir sagt það á undan mér en þetta er sannfæring mín. Þess vegna er ég og hef reyndar verið lengi á móti öllum hernaði og hernaðarbandalögum. Mér finnst leitt að Ísland skuli vera komið í bland við tröllin og mér finnst það vera að þjóðin skuli gera það aldeilis sjálfviljug heldur en á meðan ég vissi að landið var hernumið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 188989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband