28.4.2008 | 22:33
Það sem í fljótu bragði virðist slæmt er kannski bara gott
Olían er að hækka og ég trúi því ekki að kreppan sé yfirstaðin. Trúlega á efnahagsástandið bara eftir að versna. Kannski verður þetta bara til góðs fyrir okkur öll eða að minnsta kosti okkur á Vesturlöndum. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að skoða endurmeta líf sitt. Kannski fá barnabörnin mín að kynnast því hvernig hægt er að lifa af landinu og vinna hörðum höndum? Kannski verður lífræna ræktunin barasta tekin upp af því að hún er nauðsynleg. Kannski fær Kolfinna að umgangast hesta og Breki að njóta þess hversu hann er snar í snúningum ég er viss um að hann væri duglegur smali. Hugsum jákvætt hugsum í lausnum. Það er til lítils að lækka bensínið, það væri nær að hækka það því það er hvort sem er að verða búið.
Mér finnst verst að vera orðin svona gömul. Ég óttast að ég fái ekki tækifæri til að taka þátt í allri þeirri uppbyggingu, sköpun og ræktun sem nú mun eiga sér stað.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 188989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.