Smáa letrið

Á leiðinni heim til mín í kvöld fór ég allt í einu að hugsa um smáa letrið í skólabókunum í gamla daga. Ég veit ekki hvaðan sú hugsun kom til mín. Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér hvað mér fannst gaman að lesa smáa letrið. Við fengum alltaf að vita það að við þyrftum ekki að lesa það. En ég las það alltaf af því fannst það spennandi og ráðgáta hvað var sett með smáu letri og hvað með stóru. Mér fannst felast í því einhver dulin skilaboð frá höfundi bókarinnar til mín.

 Það var fleira en smáletrið sem gerði gömlu skólabækurnar aðlaðandi. Þær voru yfirleitt stuttar, 1., 2. og 3.  hefti. Lengri þurftu þær ekki að vera. Þegar maður var búin með þær allar var maður bara nokkuð vel að sér. Á síðari tímum hef ég heyrt þær gagnrýndar vegna þess að þær hefðu einkennst af staðreyndastagli, byggt á utanbókar lærdómi og að þær hafi ekki örvað nemendur til að hugsa á gagnrýnin hátt um viðfangsefnið. Þetta er sjálfsagt rétt en hitt er annað mál að nú hef ég gleymt flestu því sem var ónauðsynlegt í þessum bókum svo sem sveitarfélögunum á Suðurlandi enda er búið að breyta þeim eða leggja þau niður. Röð fjarða á Vestfjörðum kann ég enn enda hefur sú vitneskja verið hagnýt fyrir mig á seinni árum og firðirnir hafa ekki tekið neinum verulegum breytingum. Ég get líka nokkurn veginn fullyrt að ég hef ekki liðið fyrir skort á gagnrýnni hugsun, sumum hefur stundum fundist nóg um. Ekki veit ég hvernig ég hefði orðið hefði ég lært að hugsa á gagnrýnin hátt í barnaskóla.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra mín

Gott að þú ert farin að blogga aftur skildi alveg hvað þú meintir með að gott væri að búa á Íslandi þó ég hafi farið að heimsækja Oddnýju í Texas sem by the way er haldin ritstíflu þessa dagana. Þannig er það bara að "við" samasem ég sem ekki höldum úti bloggsíðu gerum einhvernveginn kröfu til að geta komið inn og skoðað hvað þið hafið að segja og hafa skoðun á því, þannig er það bara.

Sumar kveðjur

Gleðilegt Sumar

Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:09

2 identicon

Það er gaman að sjá að einhver les og skiliur bloggið mitt. Þakka þér fyrir greta. Þetta er hvatning

.

bergþóra (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband