Bloggharka

Í gær þegar ég hóf að takast á við netfælni mína ákvað ég að takast á við hana daglega með því að kveikja á tölvunni og fara inn á netið. Ef ég ætla að blogga stend ég frammi fyrir því að leitast við að horfast í augu við það hvort mig langi til að tjá mig digital.

Stundum finnst mér að ég hafi eitthvað að segja og stundum ekki og svo hef ég einnig staðið frammi fyrir því að það vefst fyrir mér að koma því frá mér sem ég hef á skiljanlegu máli. Ég er hrædd um að þannig fari nú enn...'

 Í kvöld þegar ég var í íhugun í jógatíma (en fyrir þá sem ekki stunda jóga þá á maður ekki að hugsa í jógatímum heldur staðsetja sig handan hugans) að mér vitraðist munurinn á því að vera ungur í dag og ungur/ung í kringum 1970 þegar ég var frekar ung. Skyndilega sá opnaðist hugur minn og þetta lá ljóst fyrir.

Munurinn felst í eftirfarandi: Unga fólkið tuktar líkama sinn til með föstum og alls kyns heilsukúrum og neitar sér jafnvel um góðan mat. Auk þess stundar það oft á tíðum stranga líkamsæfingar og vaknar jafn jafn vel þess á ókristilegum tíma.

Ég man ekki til þess að við sem vorum ung í kringum 1970 neituðum okkur nokkurn tíma um góðan mat. Fólk sat saman og spjallaði og drakk kók því þetta var fyrir daga bjórsins. Ekki man ég heldur til þess að neinn maður stundaði líkamsæfingar og líkamsrækt var bara til í sögum frá árdögum ungmennafélaganna sem þá voru ekki lengur ung. En unga fólkið lagði á sig aðrar píslir. Það var metnaðarmál að brjóta af sér hlekki hugarfarsins og viðjar vanahugsunar. Þetta gat gengið nokkuð langt og stundum þurfti að gera tilraunir með ýmislegt sem var kannski ekki léttara en að fara í ræktina klukkan sex.  Unga fólkið í kringum 1970 var alveg sannfært um að það væri hægt að breyta heiminum, það væri til betra líf og það bæri að vera leitandi.

 Þetta er kannski svolítið rómantísk lýsinga á 68 kynslóðinni en mér finnst að hún hafi ekki verið metin af verðleikum. Þessu ár skiluðu meiru en fólk almennt vill viðurkenna. Róttæklingar og rauðsokkur eiga að vera stolt af efasemdarárunum og sérstaklega af því að trúa á það sé hægt að bæta heiminn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 189047

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband