20.4.2008 | 22:38
Netfælni
Ég hef forðast tölvuna um nokkurt skeið. Ég veit ekki hvort það er sjúkdómur eða eðlilegt ástand. Hvað sem því líður hefur lífið gengið sinn gang og ég hef ekki fundið fyrir neinu grunsamlegu. Nú hef ég ákveðið að taka mér tak, lesa tölvupóstinn minn og svar bréfum sem ég fæ send og blogga, þ.e. ef mér finnst ég hafa frá einhverju að segja.
Það er vor í lofti og í gær hóf ég unirbúning að hjólreiðum sumarsins. Hjólið mitt hefur staðið óhreyft í hjólageymslunni í allan vetur. Ég ákvað að fara rólega af stað því mér hættir til að fara of geyst í hlutina og í gær hjólaði ég bara til Önnu Margrétar í Karfavoginn. Í dag hjóluðum við hjónin í bæinn. Við fengum mótvind á bakaleiðinni og ég hugsaði með mér að þetta væri kannski ekki alveg samkvæmt áætlun minni að fara rólega af stað. En heim komst ég.
Ég er búin að gera mikla tiltekt í tölunni minni. Ég hef hugsað mér að fara rólega af stað í blogginu eins og hjólreiðunum og þess vegna verður þetta að nægja í bili.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 189048
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.