Fordómar hinna trúuðu

Í kvöld átti ég langt samtal við ágæta vinkonu mína sem rakti fyrir mér hvernig henni hefur margoft liðið þegar menn alhæfða um trúleysingja á ýmsan veg og leggja trúleysi að jöfnu við að vera siðlaus, aðhyllast siðferðilega afstæðishyggju, tómhyggju eða eitthvað þaðan af verra. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hefði ekki vitað um hvað hún var að tala. En því miður kannast ég við allt þetta og hefur margoft liðið alveg eins og hún var að lýsa. Ég hef oft verið miður mín þegar ég hef heyrt jafn vel "mætustu" menn tala af slíkri lítilsvirðingu um mig og mína líka, þ.e. fólk sem ekki aðhyllist trúarbrögð. Mitt siðgæði segir mér að mér beri að virða skoðanir annarra og trúarbrögð þar með talið og mér finnst það ekki erfitt. Trúarbragðavæðing nútímans veldur mér áhyggjum því mér finnst í öllum þessum herbúðum hvaða nafni sem þau nú nefnast, kirkjur, moskur eða kauphallir, sé alið á fordómum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr, heyr - vel mælt!!

Gisli Magnusson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 189865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband