Vikuleg póstdreifing gæti verið umhverfisvæn

Þegar ég var að alast upp í Breiðdalnum á öldinni sem leið kom póstur vikulega á bæina nema að vetrarlagi en þá kom hann á hálfs mánar fresti. Ekki fannst mér neitt að þessu þá og ekki minnist ég umræðu um að póstferðirnar væru of strjálar. Þvert á móti. Við hlökkuðum til póstkomunnar og það var þægilegt að fá blöðin á þennan máta því þá var hægt að raða þeim í tímaröð og lesa framhaldsögurnar sem voru alltaf jafn spennandi. Það var einnig mun einfaldara að taka afstöðu til pólitískra mála. Reyndar var það svolítið flóknara heima hjá mér en á öðrum bæjum því pabba bárust alltaf blöð frá tveimur stjórnmálaflokkum, Tíminn og Nýi tíminn. Þegar næsti skammtur af pósti kom var venjulega bæði búið lesa blöðin og kryfja pólitísk málefni vikunnar og nota bæði framsóknarblaðið og verkalýðsblaðið í eldinn. Þá var heimilisfólkið tilbúið undir nýjan skammt og pósturinn sagði okkur sveitafréttir í eldhúsinu. Þetta var ekki kallað slúður í þá daga enda var ekki slúðrað heima hjá mér!!!!!

 Ég legg því til að ef teknar verða upp strjálli ferðir með póstinn þá gildi það sama um sveit og borg. Það gæti verið til hagsbótar ekki síst í umferðarþunga þéttbýlisins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband