Veðurfar

Fólk er alltaf að búa til frasa og það er slæmt að festast í þeim. Einhver sagði að veðurfar væri fyrst og fremst  um hugarfar. Það er ein hlið á málinu. Ég var að reyna að lýsa verinu fyrir syni mínum sem hefur verið að ferðast í Síberíu þar sem veðrið var fá - 30° - -20° en og mér tókst ekki að mála upp að það hefði verið eitthvað að veðri, bara venjulegir íslenskar umhleypingar. Ég er útivistarkona svo ég hef gætt þess að nýta vel þessa óvenjulegu fjölbreytni veðurfarsins og fara sem mest gangandi. Hornstrandagallinn og gönguskórnir komu að góðum notum en hálkan var meiri en á Hornströndum.

 Í dag er sunnudagur og litlu stúlkurnar Freyja og Isold hafa verið hjá okkur hjónum sér til skemmtunar vona ég og til þæginda fyrir foreldrana. Ísold varð þriggja ára í dag en Freyja verður þriggja eftir viku. Eftir klassíska ferð í Laugardalinn í fögru verðri til að gefa öndunum og gæsum bakaði ég afmælisvöfflur, kveiktum á þremur kertum og sungum afmælissönginn. Ég helda að þær skilji ekki nákvæmlega hvað afmæli gengur út á nema þetta með tertu(í þessu tilviku vöfflu) kerti og söng, talnagildir þrír er eitthvað torskildara. Hvað þýðir t.d. ár og af hverju á ekki Freyja afmæli um leið og Ísold.

Til hliðar við að leika ömmuhlutverkið sem mér finnst skemmtilegt, var ég að reyna ð vinna að verkefni sem hvílir á mér og er alls annars eðlis en skemmtilegt engu að síður þó mér gangi eins vel bögsuglega. En áfarm skal haldið skref fyrir skref og stundum álíka mörg til baka. Það er mest um vert að tapa ekki jafnvæginu og halda áttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Berþóra mín

Ömmuhlutverkið þó í fjarbúð sé er gott, tók eftir því í morgun að vetrargosar og snæstjörnur eru að koma upp merkilegt eftir "alvöru"vetur að í febrúar sér maður merki um vor, bara yndislegt loforð um vor bráðum.

kveðjur

Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:35

2 identicon

Nú ertu að ruglast eitthvað með afmælisdagana. Því Freyja á afmæli 14. mars.

Auður Lilja (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 189892

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband