Ég hef áhuga á því sem ég er að gera

Ég hef áhuga á því sem ég er að gera og geri bara það sem mér hef áhuga á. Er þetta ekki dásamlegt líf sem ég lifi?

Vinnan:Mér tókst að ljúka nokkrum brýnum verkefnum fyrir hádegi (mér finnst öll verkefni brýn) fyrir hádegi. Seinni hluti vinnudagsins var frátekinn fyrir hina árlegu öskudagsráðstefnu kennara í Reykjavík.Þetta árið var hún helguð því hvernig kennarar geta orðið nemendum sínum að liði. Sjónarhorn annars fyrirlesarans tók mið af námsgreinum, hinn tók mið af hegðun og líðan. Þetta skarast nú samt og er í raun óaðskiljanlegt en það er kannski gagnlegt að skoða þetta í tvennu lagi. 

Félagsstörf:Strax eftir vinnu fór ég á fund með samstarfhóp ýmissa félagasamtaka sem standa að dagskrá í tilefni að alþjóðadegi kvenna 8. mars. Við sátum saman í klukkutíma og skiptumst á skoðunum og hugmyndum um hvað væri brýnt að ræða núna, í ljósi yfirskriftar og sögu og dagsins. Við komumst ekki mjög langt en við erum komnar í gang. Okkur lagnar til að fræðast og jafnvel fræða aðra um hvernig konur geta orði hverri annarri að liði og enduðum á drögum að yfirskrift FRIÐUR OG MENNING eða MENNING ER FRIÐUR eða kannski MENNING ER FRIÐUR. það var þó ekkert ákveðið því við vinnum saman og við erum margar og ólíkar og við græðum á því að skilja hvernig hinar hugsa og hvers vegna.

 Heimilið:Mér var svo óskaplega kalt á fundinum (Það var bilað ofnakerfið) að ég ætlaði aldrei að ná í mig hita. Baunasúpan frá því í gær kom sér vel í kuldanum og tímaleysinu, því ég vissi að innan skamms þyrfti ég að fara á tónleika hjá Myrkum músíkdögum en þar á Þórður sonur minn verk, Gylfaginningu sungna af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran. Það er Guðni Fransson sem stýrir verkinu. Flutningurinn tókst vel. Það voru mörg fleiri verk á dagsskránni og þau voru líka skemmtileg og komu til mín eins og einhvers konar aukavinning, ef Þórður hefði ekki átt verk, hefði ég ekkif arið að hlusta.

Nokkrar

Hugleiðingar um menntakerfiðsem hafa komið til mín vegna menntunar barna minna. Þórður átti afar auðvelt með nám en hann gat ekki lært nema að hann hefði áhug á því sem hann var að fást við eða sæi tilgang með því. Og hann sá yfirleitt ekki þennan tilgang. Ég komst að þessu allt of seint, hélt að þetta væri bara einhver vitleysa í honum og beygði mig fyrir því að hann færi þessa slóð, fylgdi hug sínum. Og honum hefur svo sannarlega lukkast.  En svo er hann bara núna að fá áhuga á allskonar snúnum málum sem taka tíma hans frá því sem hann hefur sett sér fyrir og hann fer á kaf. Ég veit að við því er ekkert að gera. Gísli minn fann sig ekki heldur í skóla eða skólinn hefur ekki fundið hann og hann rétt komst þetta, grunnskóla, framhaldskóla, háskóla. Það er fyrst nú, í fjarlægu landi, að hann er farinn að vera fyrirmyndarnemandi. Hann leggur meira að segja á sig að fara langa og kalda ferð til lands á Mörkum Mongólíu til að dýpka skilning sinn á fræðunum. Við hefðum áður talað um Síberíu. Það var herbergi í gamla bænum á Þorvaldsstöðum sem hét Síbería af því það var svo kalt og það var óbrúklegt. En ég var farin að hugsa um börnin mín í ljósi þess að vinna dagsins var helguð því verkefni að hugsa um börn. Og ég var komin að Auði minni sem fór námsbrautina eins og hún var lögð og fetaði hana skynsamlega. En loksins þegar hún er búin með lokaprófið sitt, opinbera stjórnsýslu og ég hélt að hún myndi fara að snúa sér að því að leita að vel launuðum og skemmtilegum störfum ákvað hún að helga sig pólitik, Vinstri grænum. Og ég hélt að hún væri nú búin að læra að í stjórnmalafræðinni að menn ríða ekki alltaf feitum hesti þaðan og þar er ekki feitan gölt að flá. Ég held reyndar að pólitík gangi reyndar út á eitthvað annað í hennar huga og það er gott. Hvað sem því líður, þetta var dagur sem fékk mig til að tengja saman og hugsa um það hvernig eitt tengist öðru í mínu og ef að er gáð er ekki hægt að segja að það reki sig hvað á annars horn því mér finnst ég finna sama kjarnann í því öllu. Hvernig get ég gert gagn
?

Næsta blogg verður um gamla kennarann minn Oddnýju Guðmundsdóttur. Bragi Kristjónsson vék að henni í kiljunni. Ég hef lesið mest af því sem Oddný hefur skrifað og hún á skilið góða umfjöllun. Það er reyndar langt síðan ég ákvað að tileinka henni heilan kafla í ævisögu minni sem er í smíðum. Hún er reyndar bara ætluð nokkrum útvöldum því þannig vil ég skrifa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

iss... ég hef nægan tíma til að leita mér að vel launuðum störfum. Nú er ég t.d. komin með augastað á sumarnámi í Essex sem hljómar mjög spennandi ;) http://www.essex.ac.uk/methods/

dóttirin (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband