5.2.2008 | 23:57
Truflun
Í morgun vaknaði ég við bjölluna. Ég vissi að það það var ekki útidyrabjallan heldur bjallan á íbúðinni. Umsjónarmaður húsfélagsins er komin til að láta vita að það hefur flætt í kjallaranum, sprungið rör. Og þegar ég skoða verks ummerkin, sé ég að þetta er allt komið í "farveg" eins og menn segja nú til dags. Það er búið að kalla út vinnuflokk til að dæla burt vatninu. Þá get ég snúið mér að normal áhyggjum, þ.e. að koma mér í vinnuna, finna bílastæði og vera ekki of sein. Ég vissi að það sem biði mín væri dynjandi fyrirlestur um jákvæðar lausnir í skólastarfi, en þannig á kennari að hugsa vandamál sem hann stendur frammi fyrir og sér enga leið út úr. Og fyrirlesturinn var svo sannarlega ósvikinn. Performas. Ég vissi fyrirfram að þetta væri efni sem ég væri bæði jákvæð og með efasemdir gagnvart. Svo ég ákvað að vera jákvæð en virkja efasemdirnar því ég trúi því að maður eigi alltaf að vinna úr efasemdum. Nánar tiltekið fjallaði námskeiðið/fyrilesturinn um atferlismótun og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þær eru fjársjóður. Ég trú ekki á hugmyndafræði atferlismótunar en ég er jákvæð gagnvart henni vegna þess að ég veit að margt að af aðferðunum sem þar er beitt virkar og skila árangri. En hvað um það? Ég ætla að sjá hvað ég gert til að vinna gegn skaðanum af ofureinföldunum og hugsa minn gang. Þegar ég kom heim var allt orðið snyrtilegt í kjallaranum og þurrkurnar komnar í gang. Ég get snúið mér að því að kaupa inn og matreiða og það er einfalt, saltkjöt og baunir. Þetta kann ég. Maðurinn minn leggur til að við fáum okkur rauðvín með baunasúpunni, það hef ég aldrei prófað áður en það er fínt.
Þegar ég geri upp daginn hugsa ég: Það er gott að hafa ekki áhyggjur að stórvægilegri hlutum en vatnsleka. Ég er búin að hlusta morgunfréttir og kvöldfréttir, ég er upplýst kona og ég fylgist með og ég veit að þeir eru margir sem hafa áhyggjur af hlutum sem skipta meira máli, varða líf og dauða.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 189894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Bergþóra mín
Gott að vatnslekinn var ekki meiri og áhyggjurnar ekki heldur,en saltkjöt og baunir túkall fyrirgefðu rauðvín kannske nauðsynlegt mótvægi fyrir hjartað.
Hafið það gott í ófærðinni
kveðjur Gréta K
Gréta (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.