Er fegurð óþarfi?

Á hverjum degi í ek ég eða geng fram hjá byggingu í næsta nágrenni mínu sem hefur verið í byggingu í a.m.k tvö ár. Þetta er viðbygging við eldri byggingu ég kunni vel við. Þegar ég vissi í hvað stefndi með viðbygginguna ákvað ég að hugsa jákvætt, þetta yrði ný og fín bygging eða hún myndi koma að góðum notum og hún myndi venjast. Svo allt í einu í gær sleppti ég óvart taki sjálfsblekkingunni sem ég hef verið að rækta með mér. Mér finnst þessi viðbygging ljót og ég hugsaði: Það hefði þurft svo lítið til að gera hana fallega og láta hana falla inn í umhverfi sitt. Því næst hugsaði ég, er fegurðin óþörf? Nú veit ég að einhver segir, allir hafa sinn smekk og þetta er þinn smekkur. Það er nokkuð til í því. Á móti kemur að ég hef lengi haft áhyggjur af því að á Íslandi séu stór göt eða eyður í listauppeldi sem snertir sjónmenntir. Við eigum bókmenntaarfinn og höfum ræktað hann og það hefur verið gert stórátak til að byggja upp tónlistarmenntun enda blómstrar þetta tvennt og er jafnvel nefnt í sambandi við útrás fjármálamannanna. Unga fólkinu okkar er ekki kennt að hugsa um fegurðina í umhverfinu. Það hugsar vel um fegurð eigin líkama og fyllir líkamsræktarstöðvarnar og hugsar um sjálft sig ein og vel tamda gæðinga eru þjálfaðir til gangtegunda. Ekki þó allir. Sumir hlaupa út undan sér sem betur fer og hella sér út í náttúrverndarmál og húsafriðum. Nú er ég búa til klisju. Auðvitað er hægt að vera í líkamsrækt og vinna að þjóðþrifamálum. Það skiptir máli að hugsa jákvætt en það er ekki þjónar engum tilgangi að vinna markvist að því að blekkja sjálfan sig eins og ég var að reyna að gera. Mér finnst byggingin ljót og nota nú tækifærið til að horfa framhjá henni og láta augu mín leita uppi það sem er fagurt í næsta umhverfi. Skyldi mér takast þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 189907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband