30.1.2008 | 23:59
Skemmtilegur félagsskapur og venjuleg aðalfundarstörf
Kvöldinu var vel varið. Ég sat aðalfund MFÍK en ég hef starfað með þeim samtökum síðan ég flutti aftur í bæinn (2001). Ég val vel kunnug félaginu frá því að ég var róttæklingur Reykjavík en mat stöðuna þá þannig að það væri hugsanlega einhver konar viðkomustaður Rússagrýlunnar á Íslandi, þ.e. að það hefði ekki gert kritiska úttekt á Stalínismanum og öðru því sem fór úrskeiðis fyrir austan. Ég gekk sem sagt til liðs við MFÍK vegna þess að ég vissi að þar voru margar góðar konur sem vildu finna sér vettvang til að koma saman og ræða um málefni sem eru þeim öllum hugleikin, þrátt fyrir að ég vissi að félagið hefði aldrei farið í naflaskoðun út af fortíð sem þær báru reyndar enga ábyrgð á. Og ég sé ekki eftir að sjá eftir því. Það er gaman að vera í svona félagsskap þar sem starfið snýst um að vinna að friði og fá einhverju áorkað, þó að það sé bara að láta rödd okkar heyrast.
Svavar Knútur Kristinsson trúbardúr söng fyrir okkur í upphafi fundar og síðan var borðhald með heimatilbúnum mat, brauði, auðvitað heimabökuðu og frönskum ostum. Síðan var gengið til hefðbundinnar dagskrár aðalfundar.
Skýrsla formanns
Lagðir fram reikningar
Umræður um skýrslu og reikninga
Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Önnur mál.
Semsagt venjuleg aðalfundarstörf, kannski ekkert sérstaklega spennandi en nauðsynleg ef við viljum eiga traust félag og fara að leikreglum lýðræðis. Eitt af því sem gerisr starfið í MFÍK svo skemmtilegt er að það er alltaf nægilegt framboð af konum til að gegna trúnaðarstörfum og við erum óháðar konur með miklar skoðanir.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 189907
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.