Þetta stöðuga ef

Það er of mikið að gera hjá mér en samt finnst mér ég aldrei gera neitt. Ég bjó mér til verkefnalista á fimmtudaginn var og hann bara lengist. Í dag tók ég ákvörðun um vinna þangað til öllum verkefnum sem þar voru skráð væri lokið. Það tók allt sinn tíma og loks ákvað ég að vinna fram eftir sem ég geri örsjaldan enda ekki til þess ætlast. Ég lauk við listann, eða það sem stóð á honum, rétt fyrir sjö. Mér fannst óvenjugaman að loka á eftir mér. En þegar ég kom út á stéttina við vinnustaðinn minn gekk ég næstum í flasið á myndarlegum manni á góðum aldri. Ég sá að þar var kominn Bjarni Guðnasona sem kenndi mér bókmenntir þegar ég var nemandi í Íslenskum fræðum fyrir alllöngu síðan (útleggist óralöngu síðan). Mér fannst Bjarni alveg einstaklega skemmtilegur kennari og ég lærði heil ósköp. Ekki lánaðist mér þó að ljúka því námi en það er önnur saga. Ég sé ekki eftir því og fæst við viðfangsefni sem eru af allt öðrum toga. Fræðin hans Bjarna eru nú eitt af áhugamálunum sem ég rækta og án þeirra væri ég ekki ég. Beina brautin er ekki alltaf best í námi frekar en í lífinu.

 En þarna í snjóhraglandanum stóð Bjarni og þarna stóð ég og sagði:"Sæll Bjarni það er langt síðan við höfum sést." Og Bjarni svaraði: "Sæl er þetta ekki Bergþóra?" Það fannst mér gaman.

Ef verkin hefðu ekki safnast saman hjá mér og ef ég hefði ekki ákveðið að ljúka við listann hefði ég ekki hitta Bjarna Guðnason og þá hefði ég ekki farið rifjað upp ánægjustundir mínar í íslenskum fræðum og ekki skrifað þetta blogg. Af þessu má draga þann lærdóm að það er gott að hafa pláss fyrir mikið af EFUM og muna að það eru útúrdúrarnir sem gefa lífinu gildi.

Ég læt fylgja hlekk inn á fróðleik sem tengist þessu gamla áhugamáli mínu:

http://www.hi.is/bms/studia-islandica/Tulkun-Heidavigasogu.php


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er þetta með EFin og tilviljanirnar - sem svo kannski eru bara alls ekki tilviljanir - það gerir lífið svo skemmtilegt :-))  Nú fer ég reglulega inn á bloggið þitt og bíð spennt eftir hverjum nýjum pistli  - hugsa gjarnan hvað það hljóti að vera gaman að blogga og af hverju ég geri það ekki líka.  

Bryngu (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 189907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband