Tvær ferðasögur

Á föstudag, daginn eftir valdatöku Ólafs F. Magnússonar fórum við tveir borgarstarfsmenn í ferð til Akureyrar til að skoða sérdeildir fyrir nemendur með þroskahömlun. Ferðin var liður í vinnu starfshóps sem hefur fengið það hlutverk að endurskoða þjónustu fyrir þennan nemendahóp í Reykjavík og leggja fram tillögur. Vinna starfshópsins er í ljósi stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum þessa nemendahóps sem þykir hafa búið við skarðan hlut í okkar ágæta skólakerfi þrátt fyrir viðleiti skólamanna að vinna að einstaklingsmiðuðu námi og skóla án aðgreiningar. Ég er ekki viss um í krafti hvað meiri hluta þessi vinna hófst en treysti því að starfshópurinn fái að ljúka verkefninu. Það viðraði ekki vel til ferðalaga þennan dag, blindhríð í Reykjavík en samferðakona mín var á góðum bíl og áræðinn ökumaður og kom okkur út á flugvöll til að bíða eftir að brautin væri tilbúin og að hægt væri að koma vélinni í loftið á milli élja. Ég er engin flughetja og ætti eignlega alls ekki að fara í flugvél þegar svona viðrar en flugmaðurinn var duglegur að tala við okkur og segja okkur á hverju var von og róða okkur a.m.k niður. Lendingin tókst vel og það var aðeins betra veður á Akureyri. Skólafólkið á Akureyri í Giljaskóla og Verkamenntaskólanum tók vel á móti okkur þótt nær tveggja tíma seinkum væri á prógramminu. Við lærðum margt og vonandi getum við nýtt eitthvað af því þótt aðstæður séu vissulega aðrar í hér. Ferðalagið heim hófst með seinkun en gekk vel miðað við aðstæður. Þegar ég kom heim var Erling maðurinn minn búinn að steikja handa mér danska önd.

Laugardagur er bókbandsdagur, hann er einhvers konar vin þar sem ég get sest niður við lind undir pálmatré, unnið með höndunum og hlustað á spámenn (konur eru líka menn). En það leit illa út með bókbandstímann minn í gær því bílinn var inni snjóaður á bílastæðinu. Ég þarf að sækja þessu menntun til Kópavogs svo nú voru góð ráð dýr eða hvað. Í þetta skiptist átti betur við málatækið þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, því allt í einu stendur hjá mér heimilisvinurinn í leit að æfintýrum. Ég bað hann að sjálfsögðu að skutla mér og bókbandsgræjunum. Tíminn gekk eftir áætlun og meðan ég batt fæddist hjá mér sú hugmynd að með því að ganga heim slæi ég tvær flugur í einu höggi. Fengi góða gönguferð og kæmi mér á milli áfangastaða fyrirhafnarlaust. Ég áætlaði að ferðin myndi taka þrjú korter. Gönguveður var eins og það gerist best, bjart og stillt. EN. Það er engin auðveld leið fyrir fótgangandi út úr Kópavogi eða ef hún er þá hljóta það að vera leynistigar. Það tók mig u.þ.b. hálftíma að komast frá miðbæ Kópavogs yfir til Reykjavíkur. Eftir að hafa gefist upp vestan Gjár reyndi og austan við. Það hefði verið betra að vera með broddstöng og kanna fyrir sér eins og maður gerði í sveitinni í gamla daga. En það höfðu verið fleiri á ferð en ég og ég reyndi að feta í fótspor þessara bjartsýnismanna. Ég sá líka för eftir reiðhjól. Það hljóta að hafa verið fullhugar á torfæruhjólum. Þegar til Reykjavíkur kom beið mín ruddur og sandaður stígur, bein og breið leið heim í Álfheima. Ferðin tók mig rúmlega einn og hálfan tíma og þetta var góður göngutúr. En af hverju samræma þeir sem stjórna Kópavogi og Reykjavík ekki snjóruðning á göngustígum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra mín,,

Alltaf er jafngaman að lesa bloggið þitt-- og svo fær maður tvær skemmtilegar ferðasögur -en ég hef nú alltaf vitað

að varla er hægt að keyra eftir vegakerfinu í Kópavog og hvað þá að ganga - ?  en þú hefur alltaf verið bjartsýn

manneskja, ég hefði ekki lagt í þetta.  En ég fæ mér svona góðan göngutúr eða rúmar 60 mín á hverjum degi hér í

Katy og hef gaman að - yndislegt til að hreinsa hugann og íhuga. En hafið það gott í Álfheimum.

Kær kveðjan

Oddný

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband