Mín Reykjavík er að hverfa

Mín Reykjavík er að hverfa og ég veit ekki almennilega hvað ég á að hugsa um það því ég veit ekki hvort ég á að líta á mig sem Reykvíking. Ég var komin yfir tvítugt þegar ég átti erindi þangað en þá fór ég ásamt fleirum MA- nemendum að heimsækja MR. Það var tekið vel á móti okkur og ekki síst mér. Þegar gestgjafar mínir fréttu að þetta væri fyrsta ferð mín til Reykjavíkur vissu þeir ekki almennilega hvernig þeir ættu að taka því. Ég held að sumir hafi haldið að ég væri ekki í lagi og þeim bæri annað hvort að vorkenna mér eða hafa mig fyrir sýningargrip. Flestir gerðu þó það sem mér fannst best þ. e. lögðu sig fram um að kynna fyrir mér Reykjavík. Og við lögðum nótt við dag.

 Nú hef ég hvergi búið lengur en í Reykjavík og þó ég líti enn á mig sem Breiðdæling er mér ekki sama um hvernig með hana er farið. Bráðum verður ekki mikið eftir af þeirri borg sem MR-ingarnir sýndu mér stoltir árið 1963. Hvað ætlar næsta kynslóð að sýna og til hvers á fólk að koma til að skoða þegar búið verður að þurrka burt sérstöðu borgarinnar. Af hverju geta Reykvíkingar verið stoltir af fortíð sinni og lagt rækt við hana. Friðum gömlu Reykjavík og verum friðsöm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Velkomin á bloggið, Breiðdælingur - kveðjur að norðan f´rá Mývetningi sem býr á Akureyri

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.1.2008 kl. 21:19

2 identicon

er það ekki bara tóm þjóðernishyggja (borgernishyggja?) að vilja varðveita það sem er sérstaklega reykvískt í borginni? er það ekki bara hættulegur fasismi? er ekki langmestur vegur og hinn blíðasta hæverska fólgin í því í því að borgin líti helst út, nákvæmlega einsog allt annað - Shanghai, Moskva, New York, Kulussuuk? - eru við ekki annars á hættulegri braut?

Pétursborgarbúi (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:04

3 identicon

Kæri Pétursborgarbúi

Þú verður að skilja munnná gríni og alvarlegu gríni. Þessari styrjöld gegn Gömlu Reykjavík er alvörustríð. Og að það eru því miður fáir húmoristar í röðum niðurrifsmannanna sem skilja að þú ert að grínast og það er hætta á að þeir taki orð þín í alvöru og líti á þig sem stuðningsmann.

bergthoraga (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband