Lausamjöll

Þegar ég kom út í morgun var lausamjöll yfir öllu. Það er orðið sjaldgæft á Íslandi í dag, meira að segja svo sjaldgæft að fólk virðist vera búið að tapa niður orðinu og talar um púðursnjó. Ósjálfrátt kveikir orðið alltaf hjá mér minningu um kvæði sem ég lærði sem barn og kann enn, svona nokkurn veginn.

Lausamjöll í skógi skefur

skyggnist tunglið yfir hlíð

eru á ferli úlfur refur

örn í furutoppi sefur

nístir kuldi um nætur tíð

Það er gaman að kunna ljóð og ég vildi óska þess að ég hefði lært fleiri. Gangandi í lausamjöllinni verður mér hugsað til Arnljótar Gellini og hver eða hverjir séu í hans sporum í dag. Kemst ekki að niðurstöður en veit að það er nóg af úlfum og refum. Fyrir þá sem ekki kunna ljóðið ætla ég að láta þriðju vísu kvæðisins fylgja með.

Á eftir honum úlfar þjóta

ilbleikir með strengdan kvið

gríðar stóðið gráa og fljóta

greitt má taka og hart til fóta

ef að hafa á það við.

 

Grímur Thomsen er vanmetið skáld. Skáldskapur hans stenst tímans tönn. Ég kunni vel að meta hann sem barn og hann verður stöðugt í meira uppáhaldi hjá mér eftir því sem árin líða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Berþóra mín

Sammála með snjóinn hann er ekki alslæmur bjartur og fínn ekkert vandamál vetur á að vera vetur,

kveðjur

Gréta svilkona

Gréta (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 190013

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband