Frábær dagur

Frábær dagur. Fór seint á fætur en nógu snemma til að komast í nýársgöngu Hornstrandafara en það er að verða fastur liður að þeir ganga í Reykjavík og nágrenni í kring um áramót. Veðrið var eins og best verður á kosið, örlitið frost en stilla. Í þetta skipti var gengið í hverfinu mínu, Austurbænum og skoðuð friðuð hús með leiðsögn Péturs Ármannssona. Það var föngulegur hópur (a.m.k. 7o) sem lagði af stað frá Mörkinni og ég velti fyrir mér hvað fólk hugsað þegar hann staðnæmdist fyrir framan húsin þeirra og rýndi upp í gluggana. Að göngu lokinni var ég eiginlega stökk við bæjardyrnar hjá sjálfri mér og gat nappað heim með mér nokkrum göngufélögum í kaffi.

 Ég var varla búin í kaffinu þegar vinkona mín Elín (G. Ólafsdóttir) hringdi, brennandi í andanum og langaði að ræða við mig um skólamál. Ég ákvað að skella mér til hennar til að fá til að missa ekki af neinu og fékk skólamálaumræðuna beint í æð eins og fólk segir nú til dags (ég nota þetta í vönun á öðru betra þótt mér líki ekki líkingamálið). Á leiðinni til hennar hitti ég sveitunga minn Helga Hóseasson og átti við hann langt tal. Innblásin af boðskap og góða veðrinu kom ég heim til mín og dembdi mér beint í tiltekt en ekki var vanþörf á. Mér tókst samt að fylgjast nokkurn veginn samviskusamlega með handboltaleik Tékka og Íslendinga. Að því búnu fór ég á tónleika kammertónleika í Bústaðakirkju. Frábærir tónleika en í styttra lagi, því fella varð niður eitt verkið vegna forfalla Gríms Helgasonar.

Heimkominn átti ég góða kvöldstund með manni mínum en við borðuðum síðbúna kvöldmáltíð, drukkum rauðvín og ræddum pólitík. Svona eiga dagar að vera. Við erum reyndar allt of sammála en samt kjósum styðjum við ekki sama flokkinn.

Hornstrandafarar eru dásamlegir, Elín er engum lík, Helgi er Breiðudælingur eins og ég, Víkingur leikur eins og víkingur og veðrið er eins og ég vil hafa það. Getur lífið verið betra og mér tókst meira að segja að taka dálítið til heima hjá mér. Hvað segir þú um þetta Oddný í Ameríku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá Oddný í Ameríku ... TX

 Afar fjölbreyttur dagur hjá þér Bergþóra mín  verð ég að segja-og skemmtilegt fólk er þú hittir í heimsóknum og á förnum vegi líka. En í grasekkjustandi hér eða í viku nr 2 - vildi ég gjarnan að einhver hringdi hér í mig og vildi ræða við mig   t.d. um prófkjörin sem standa nú yfir hér í ríki kana. Þeir eru svo langt á eftir hér í flestum málum - þetta er orðið að hálfgerðum skrípaleik -málefnirn sem nauðsynlegt er að tala um eins og tryggingar-fæðingarorlof-utan-ríkismálin - stríðsrekstur- þá er aðalfókusinn á  því hvort tár Hillary hafi verið ekta eða hvort hún hafi verið að setja út á Dr. Martin Luter  og hvort hún brosi rétt-  þetta er nú meiri sirkusinn þessir fjörlmiðlar - En bandarískar konur sem ég tala  hér í Houston virðast ekki hafa neinn áhuga á pólitík eða hvort eigi að kjósa konu í forsetstól í fyrsta skipti og enginn metnaður hjá þeim í þá átt- en þó skera fréttakonur frá New York sig hér úr eins og hún Woopy Goldberg sem virðist hugsandi og afar skynsöm kona og Barbara Walters á köflum. En er nú á vissu skeiði sem flestir fá einhvern tíman  er búa erlendis en allt virðist fara í taugarnar á mér -hugsunarhátturinn hér -kaupæðið-fjölmiðlar- yfirborðskennd framkoma- þeir virðast koma alldrei til dyra eins og þeir eru klæddir -(Helgi væri bara lokaður inni einhvers staðar)

Jæja en vona að Víkingar hafa unnið leikinn - bið að heilsa bró en fer nú út að ganga í mína klst og og vona að ég verði í yndislegu skapi - eftir þá hreyfingu úti í sólinni...eins og alltaf...

Kær kveðja

Oddný

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband