5.1.2008 | 18:32
Tilefni til að hugsa um tímann
Mér finnst orðið áramót benda til þess að flestir hugsi sér tímann sem línu eða hring. Sjálfri finnst mér líklegra að um einhvers konar spíral sé að ræða en geri mér ekki grein fyrir hvort hann stefnir út á við eða inn á við. Þó finnst mér líklega að stefnan sé út á við, út í tómið. Það eru eflaust til lærðar kenningar um þetta og geri þá ráð fyrir því að þær séu svo lærðar að þær myndu ekki gagnast mér. Engu að síður hef ég skoðun á lögun tímans og ég helda að það hafi flestir.
Ég hef um langt skeið (alveg frá því árið 1983) notað áramótin sem tilefni til horfa fram á við og velta fyrir mér hvernig að tíma mínum sé best varið. Ég móta mér stefnu fyrir árið og ég geri það skriflega en strengi engin heit því ég því heitstrengingar eru mér ekki eðlilegar. Ekki hef ég varðveitt þessar áramótastefnur mínar með skipulegum hætti en fann þó nokkrar. Mér þótti gaman fróðlegt að glugga í þær og sjá að í meginatriðum hefur stefnan ekki breyst mikið. Áherslur hafa skerpst varðandi forgangsröðun og að gæta þess að honum sé ekki kastað á glæ. Það kemur ekki síst til vegna þess að mér finnst ég sjá grilla í dagsbrún á endalokum tíma míns.
Að þessum orðum skirfuðum hugsa ég svona bloggar maður ekki, þetta á ekki við í bloggheimum. Blogg er eitthvað sem skiptir máli hér og nú. En ef maður tæki það alveg bókstaflega þá væri maður náttúrleg alls ekki að skrifa eða hvað?
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 190792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl mágkona
Hringur í mínum huga og -afar áhugavert umhugsunarefni - verð ég að segja...
Gott blogg hjá þér og dugleg að skrifa ...
Kær kveðjan frá TX
Oddný
Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.