Er sá eða sú bjartsýna í raun svartsýn/n?

Örstutt glíma við hugtökin bjartsýni og svarsýni af tilefni af nýju ári

Ég hef aldrei skilið fólk sem skilgreinir sig sem svartsýnis- eða bjartsýnismanneskjur. Það síðarnefnda er algengara því mjög fáir vilja flagga því að þeir séu svartsýnir.

Samkvæmt minni hugsun er bjartsýni og svartsýni er einhvers konar mat á ástandi

og spá um hvernig það muni þróast. Ber þá ekkiað skilja þetta svo að raunveruleikaskyn þessara manna sé ólíkt eða speglast svarsýni eða bjartsýni í afstöðu þeirra til framtíðarinnar? Lita þessi viðhorf bjartsýni og svartsýni hvoru tveggja í senn mat á raunveruleika og ályktar um framtíðina grundvelli hans?

 Tökum dæmi af tveimur mönnum með óbrenglaðan raunveruleika

Tveir menn hafa í höndum vandaða skýrslu í höndum með raunsæju

mati á stöðu fyrirtækis. Sá bjartsýni segir að hún sé góð og lofi góðu en sá svarsýni segir að hún sé góð en það tryggi ekki að staðan verði framleiðis góð.

 Þessir tveir menn hafa í höndum vandaða skýrslu annars fyrirtækis og staða þess er í alla staði afleit. Sá bjartsýni segir að staðan sé að vísu ekki góð en það segi ekkert um að hún geti ekki verði góð í framtíðíðinni. Sá sem segist vera svarsýnn metur ástandið gott eða bærilegt en segir þó vegna þess að hann er í eðli sínu svartsýnn að útlitið sé bölvað

 Ég sem skil ekki þessa menn hef fyrir löngu tekið þá ákvörðun að það sé best að hlusta ekki of mikið á þá heldur reyna að gera raunsannt mat á stöðunni og taka því sem að höndum ber hvernig sem það svo verður. Mér finnst vandinn felast í sjálfu matinu, hvað er það sem ber að telja gott og hvað er vont? Fyrir mér eð þetta spurning um raunverulegt mat ekki afstætt mat byggt á samanburði.

022 horft yfir heiminn

   Þessi mynd var tekin af ritara í skemmt- og útsýnisferð í Jökulheima. Það var rigning og rok og það sást ekki út úr augunum fyrir þoku. Ekki sást til jökla en ferðin heppnaðist að öðru leyti vel.

 

Nú spyr ég er þetta svartsýni eða bjartsýni að fara svona ferð og líka hún?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 190794

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband