30.12.2007 | 15:42
Jól eins og ég vil hafa þau
Ég tek það alvarlega að jólin séu í 13 daga og því eru enn jól. Þetta með 13 dag jólahald er fyrirmyndarlausn á ágreiningi. Það er tilkomið vegna þess að ólíkar kvíslar kristninnar gátu ekki komið sér saman um fæðingardag frelsarans og einhver snjall klerkur lagði til að lengja jólahaldið svo það innihéldi alla dagana sem til greina komu. Þannig fengu allir sitt og tryggt var að frelsarinn fengi sína hyllingu.
Helgihald mitt tengist reyndar bara sögulega barnsfæðingunni í Betlehem en mér hefur alltaf fundist það falleg saga. Sérstaklega þessi vist fjölskyldunnar í gripahúsinu enda átti ég mínar stundir í gripahúsum öll mín bernskujól. Mér fannst þó alltaf líklegra að þau hefðu fengið gistingu í fjárhúsi en fjósi því mér fannst lyktin þar hæfa betur sögunni.
Þessum jólum hef ég varið til þess að elda, eta og drekka. Ég fékk sent hangið sauðalæri frá systur minni í Breiðdalnum og laufabrauð eins mamma gerði. Sjálf tilreiddi ég rjúpur eins og ég vil hafa þær. Í þetta skipti tók ég tímann og það tók mig hálftíma að undirbúa hverja rjúpu, reita, svíða, taka innan úr og hreinsa. En þær voru líka gómsætar. Drykkjarföngin voru ýmist keypt í matvörubúðum eða sérverslunum eftir því sem við átti. Mér finnst enn best að hafa bland af appelsíni og malti með hangikjötinu. Geri ráð fyrir að þessi blanda sé tilkomin vegna bjórbannsins en ég teka hana þó fram yfir um bjórinn með hangikjötinu.
Gönguferðir eru fastur liður í mínu jólahaldi. Þessi jól hef ég bæði gengið á Seltjarnarnesinu og í Laugardalnum. Það er hvort með sínu móti, Laugardalurinn innhverfur til að hugleiða, Seltjarnarnesið opnar og hreinsar hugann.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 190796
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þarf ekki að taka inní reikninginn, þegar mælt er hversu langan tíma tekur að matreiða rjúpuna, hvað það tekur langan tíma að veiða hana? ganga á fjöll, liggja á rjúpugreni og svo tímann sem tekur að skjóta hana? ef maður á annað borð gengur útfrá því að rjúpan sé ekki drepin með einhverjum öðrum hætti?
Angantýr Þangbrandsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 22:01
Ég hef lengi verið hlynnt því að komið verði á fót rjúpnaeldi svo það sé hægt að hafa rjúpur eins og hver önnur húsdýr. Þetta myndi einfalda mjög veiðarnar auk þess sem það myndi vera hægt að laga framleiðsluna að markaðnum. Slárun og verkun rjúpunnar myndi þá flytjast úr eldhúsum í nútímaleg sláturhaus sem myndi skapa ásamt rjúpnaræktinni mikil samlegðaráhrif í byggðarlögunum víðsvegar um landið
bergthoraga (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.