27.4.2023 | 14:41
Ef
Ef pabbi hefði ekki farið suður á þing Framsóknarflokksins hefði ég líklega aldrei lært að hjóla. En það hefur verið mér dýrmæt kunnátta, bæði hér heima og erlendis. Hann keypti líka handa okkur spjald með mynd af Alþingishúsinu sem var hægt að klippa út (svona eins og dúkkulísur) og setja saman.Þetta var sem sagt föndur. Líklega það fyrsta á ævi minni. Þess vegna hef ég alla tíð haft miklar mætur á þessu húsi, sérstaklega garðskálanum, sem var erfiðasta föndur verkefnisins. Pabbi sagði sig úr Framsóknarflokknum. Sem er önnur saga.
Hjólið var stórt svart karlmannshjól svo við börnin þurftum að hjóla undir stöng en það kom ekki að sök, þetta var spennandi.
Ástæðan fyrir því að faðir minn sagði skilið við Framsókn var afstaða flokksins til hersetu Bandaríkjaanna. Hann var friðarsinni og vildi að landið væri hlutlaust.
Ástæðan fyrir því að ég rifja þetta upp er afstaða eða afstöðuleysi Vinstri grænna til hernaðar, þegar þeim finnst sjálfsagt og eðlilegt að kjarnorkuknúin herskip sveimi að vild herraþjóðarinnar innan sem utan lögsögu Íslands.
Lokaorð
Ég veit mætavel að við búum í hörðum heimi en hvað er til ráða. Er virkilega engin önnur leið fyrir sjálfstæð og fullvalda ríki en að skríða undir væng ránfuglsins, voldugasta hernaðarríkis okkar tíma? Hvað um sjálfstæðið? Ég veit ekki. Það kann að sýnast gamaldags hugsunarháttur að finnast eitthvað athugavert við það. En í hjarta mínu finn ég að ég vildi helst af öllu tilheyra hlutlausri fullvalda þjóð.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er alin upp í Keflavík hlustandi á ameríska útvarpsstöð og horfandi á herstöðvar sjónvarp
Í dag er það ekki hernaðamátturinn og "sjálfstæðið" sem mestu máli skiptir
Peningarnir flytjast með leifturhraða milli heimsálfa og hugsjónirnar ásamt hagsmununum fylgja með
Grímur Kjartansson, 27.4.2023 kl. 16:42
Ég er sammála Bergþóru í því sem hér kemur fram. Ég þekki nú marga af þessari kynslóð sem ólst upp við Kanasjónvarpið eins og kynslóð mömmu og pabba og margir af þeim vilja nú hugsa um sjálfstæðið, því börnin og barnabörnin vita ekki hvað það er og hafa allt aðra heimsmynd, kynnast bara Hollywoodmenningunni þar sem allt fer í einn afþreyingargraut.
Já, fólkið sem var af 68-kynslóðinni og gerði uppreisn gegn sínum foreldrum finnur nú margt til skyldurækni sinnar. Þannig hefur þetta víst oft verið, að þroskinn kemur með aldrinum.
En það er vonandi að vitið fljúgi ekki með fjármununum á milli heimsálfanna og sjálfstæðið.
Ingólfur Sigurðsson, 27.4.2023 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.