Bauka Jon

C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253Bauka-Jón

Það var tilviljun sem réði því, að ég rakst á bókina Bauka-Jón eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Ég var að vafra um á vef Hljóðbókasafnsins, skoðandi allt  og ekkert. Þegar ég rakst á bókina,  ákvað ég með sjálfri mér að þetta væri einmitt bók fyrir mig.

Ég er ein af fjölmörgum sem oft hafði talmarkaðan tíma til að lesa og grúska, en huggaði mig alltaf við, að ég gæti bætt mér þetta upp síðar, þegar ég kæmist á eftirlaun. Þetta var náttúrlega hroki og heimska. Enginn kýs sér örlög.

Höggið

Þegar ég, var um sjötugt þurfti ég að endurnýja ökuskírteinið mitt og fór ég til augnlæknis til   að fá vottorð. Þá kom í ljós að ég var orðin alvarlega sjónskert.  Minn góði læknir, sagði mér þetta, þegar hann var  búinn að skoða  sjónina hjá mér. Þú ert  komin með alvarlegan  augnsjúkdóm, sagði hann. Hann skrifaði ekki bara vottorðið vegna ökuskírteinsins,sem ég fékk. Hann sendi líka vottorð til Hljóðbókasafnsins og pantaði tíma hjá Augndeild Landspítalans. Síðan þá hef ég hlustað á bækur í stað þess að lesa.

Þetta var óþarfur inngangur en stundum er erfitt að koma sér að efninu.

 Ég ætla að snúa mér að því að tala um Bauka-Jón.

Bauka-Jón.

Hver var hann?

Bauka-Jón hét í rauninni Jón Vigfússon. Hann var fæddur 1643 og dó 1690. Hann var biskup á Hólum frá 1684  til dauðadags 1690. En Bauka Jóns viðurnefnið  vísar til tímans áður en hann varð biskup.

Það sem varðveitist um fólk frá þessum tíma er fyrst og fremst tvennt, það er embættisfærslur og dómsskjöl ef menn brjóta eitthvað af sér. Jón gerði hvort tveggja. Braut af sér og fékk embætti.  En fyrst um drenginn Jón.

Jón var sýslumannssonur, fæddur og uppalinn á Stórólfshvoli. Hann tók stúdentspróf tvítugur og útskrifast úr háskólanum í Kaupmannahöfn 23 ára. Að því loknu snýr hann til baka til Íslands. Hann biður sér konu, Guðríðar Þórðardóttur frá Hítardal og fær hennar. Hann  verður sýslumaður í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu  og hefur búskap. Fyrst í Hjörsey svo á Leirá. Honum búnaðist vel. En til að gera langa sögu stutta er ekki hægt að segja það sama um embættisfærslur hans, því hann var kærður og dæmdur   fyrir  fyrir ólöglega verslun við erlend skip. Þetta var öfugsnúið því hann átti sjálfur að vakta þau til að hindra ólöglega verslun við skipakomur. Eftir dóm alþingis

fór hann utan   til Kaupmannahafnar með digran sjóð til að rétta hlut sinn. Það gekk allt að óskum, hann fékk ekki bara embættið til baka heldur líka Magistersgráðu og  vonarbréf upp á að verða næsti biskup á Hólum. Og það varð hann. Prestastéttin tók því ekki fagnandi því hann hafði enga guðfræðimenntun.

Hann lést á Hólum 1690.

Þetta er skrítin saga sem bregður upp mynd af spillingu fyrr á tímum. Og vonandi var það bara þá. Ekki nú. En þó grunar mann að enn geti það komið sér vel að eiga góða að og digra sjóði.

Þetta var skemmtileg lítil bók um íslenskan athafnamann fyrri tíma.  Jón Vigfússon og kona hans Guðríður Þórðardóttir frá Hítardal eignuðust  mörg börn og frá þeim er kominn stór ættleggur.

 Viðurnefnið, Bauka, vísar til umbúða fyrir tóbak á  þessum tímum.

Bókin um Bauka Jón kom út árið 2008.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 9.3.2023 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband