10 dagar sem skóku heiminn John Reed

2FE8864C-C021-474D-A9AF-A7490CE0F613

Tíu dagar sem skóku heiminn

Þegar ég hafði lesið Þrjár systur eftir Helen Rapaport, fannst mér ég þurfa að lesa mér til um það sem var að gerast í Rússlandi á síðust dögum keisaraveldisins. Fyrir valinu varð bók John Reed, Tíu dagar sem skóku heiminn. Þessi bók kom fyrst út árið 1919 og sjálfur Lenín fylgdi henni úr hlaði. Skrifaði formála.

Um höfundinn

John var bandarískur blaðamaður kominn af auðugu fólki. Hann hafði sem blaðamaður fylgst með stríðinu í Mexíkó. Nú lá leiðin til Rússlands. Hann var róttækur sósíalisti og fékk sem slíkur sérstakan aðgang að því sem var að gerast á vinstri væng stjórnmálanna í Rússlandi. Sat m.a. annað þing  Komintern 1920. Það er því engan veginn hægt að líta á skrif hans sem hlutlausa blaðamennsku (ef hún er þá til?). Hann fær því tækifæri til fylgjast með því sem er að gerast. Hefur beinan aðgang að vettvangi pólitískra átaka. Allt þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á framsetningu efnisins.

Keisaraveldið fellur

Það er stríð, sem síðar var kallað heimsstyrjöld. Rússlandi vegnaði illa í styrjöldinni og alþýða manna bjó við kröpp kjör. Sumir sultu. Hermenn ræddu sín á milli að það væri brýnna að berjast við auðvaldið en að drepa þýska félaga sína og bræður.

Bylting

Löngu fyrir þennan tíma hafði byggst upp öflug hreyfing vinstri manna. Líklega væri réttara að tala um hreyfingar, því þær voru margar og þær tókust á um hvaða leið ætti að fara.

En þessi umræða var ekki bara bundin við Rússland. Hvarvetna í heiminum var rætt um að það væri nauðsynlegt að bæta kjör verkamanna og að færa þeim meiri völd. Þeir sem stóðu lengst til vinstri trúðu því, það myndi verða heimsbylting.

Lifandi frásögn

John Reed lýsir umræðunni og því sem ber fyrir augu eins og hann sé alltaf viðstaddur. Og stundum er hann það trúlega. Fundirnir eru hávaðasamir, það er mikið reykt og stundum ganga menn á dyr fússi í til að undirstrika óánægju sína með það sem sagt er eða ákveðið. Inn á milli útskírir höfundur stöðu og þróun stjórnmála í Rússlandi og skilgreinir pólitísk hugtök. Mér fannst þessi kafli um umræðuna ekki síst merkileg af því hún líkist því sem ég þekkti og gat rifjað upp endurómun hennar hér á Íslandi. Það er trúlega óþarfi að rekja það að það varð bylting og það voru hugmyndir Bolsevíka sem urðu ofaná.  Því fór sem fór.

Það er næstum annarlegt að lesa um allt þetta eftir rúmlega 100 ár.

Mikill fengur

Það er fengur í þessari bók, hún er  merkileg söguleg heimild.  Þorvaldur Þorvaldsson er þýðandi bókarinnar. Hann segir frá því að hann hafði lengi gengið með þá hugmynd að snúa bókinni á íslensku en það varð ekki af því fyrr en 2017 á 100 ára afmæli byltingarinna. Þetta er stórvirki og ég er sannfærð um það er vel af hendi leyst. Þorvaldur gerir sjálfur grein fyrir því  hlutverki sem hann ætlar bókinni . Hann sér fyrir sér að hún geti bæði nýst sem söguleg heimild og innlegg í pólitíska umræðu. Hann nefnir reyndar líka að það megi einnig lesa hana sem spennusögu. Það hafði mér ekki dottið í hug en get borið vitni um að vissulega er þetta spennandi frásögn, þrátt fyrir að maður þekki endalokin.

Til baka til höfundar

John Reed (fæddur 1897 dó 1920 )

ætlaði að skrifa aðra bók og hafði þegar lagt drög að henni. Hún átti að fjalla um byltinguna í víðari samhengi og um friðarsamningana við Þýskaland.

En sú bók var aldrei skrifuð. John Reed  veiktist af taugaveiki og andaðist 1920, þá aðeins 32 ára.

Lokaorð

Lenin fékk heldur aldrei að útfæra  sína byltingu, skapa  stéttlaust ríki, alræði öreiganna. Hann  lést árið 1924 eftir erfið veikindi.  .

Það var Stalín sem tók við keflinu. Við þekkjum framhaldið.

Það er Jón St. Kristjánsson sem les bókina.Hann hefur þægilega rödd og kemur textanum vel til skila.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 189263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband