15.6.2022 | 15:30
Istanbul Istanbul: Butham Sönmez
Istanbúl, Istanbúl, bók eftir Burhan Sönmez, er ein besta bók sem ég hef lengi lesið. Hún er í senn heimspekileg, fyndin og átakanleg.
Ég veit ekki mikið um höfundinn, vissi ekki einu sinni að hann væri til, fyrr en ég sá bókina Istanbúl, Istanbúl. Nú veit ég að hann er tyrkneskur maður af kúrdískum ættum, fæddur 1965. Hann er menntaður í lögum og hefur unnið sem slíkur. En fyrst og fremst virðist hann hafa starfað fyrir frjáls félagasamtök sem tengjast mannréttindamálum. Árið 1996 varð hann fórnarlamb lögregluofbeldis. Ensk samtök komu honum til hjálpar og í kjölfarið ílendist hann í Bretlandi og býr nú ýmist þar eða í Tyrklandi.
Sagan
Sagan segir frá fjórum mönnum sem sem hafa verið vistaðir í þröngum klefa í kjallara fangelsis í Istanbúl. Það er vetur og það er kalt. Þeir hafa hvorki rúm til að sofa í eða ábreiðu til að breiða yfir sig og hnipra sig saman eins og hvolpar hver að öðrum. Á milli þess að þeir eru yfirheyrðir og pyndaðir segja þeir hver öðrum sögur til að stytta sér stundir. Það eru þessar litlu sögur sem gera bókina óviðjafnanlega. Í þorpinu sem Burham Sönmez ólst upp var rík sagnahefð og móðir hans var góður sögumaður.
Inn á milli þessara sagna er sögð sjálf sagan sjálf, saga fanganna og óbeint sagt frá því sem er að gerast í landinu. Ég segi óbeint, því sú frásögn er meira og minna á mörkum raunveruleika og óraunveruleika. Hér ætla ég að stoppa því ég finn að mér tekst engan veginn að lýsa töfrum þessarar bókar.
Að lokum
Þýðandi bókarinnar er Ingunn Snædal og Guðmundur Ólafsson sem les bókina. Þau eru hvort um sig góð á sínu sviði. Ég verð næstum klökk af þakklæti þegar mér er færð bók eins og þessi til að hlusta á/lesa.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 189272
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.