17.3.2022 | 17:45
Eyjan hans Ingólfs: Ásgeir Jónsson
Stundum er gott að hvíla sig á skáldverkum og lesa/hlusta á ljóð eða fræðibækur í staðinn.
Ég var komin ríflega miðja leið að lesa Segulfjarðar bækur Hallgríms Helgasonar þegar mér fannst ég þyrfti að staldra við, lesa eitthvað átakaminna. Það var góð ákvörðun. Hélt ég.
Eyjan hans Ingólfs
Fyrir valinu varð bók Ásgeirs Jónsonar, Eyjan hans Ingólfs. Þessi pistill er um þá bók.
Framan að hélt ég að Ásgeir ætlaði eingöngu að fara troðnar slóðir, bók hans var nánast eins og kærkomin upprifjun á Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Hann vitnar til ýmissa gerða af Íslendingabók og Landnámu og bregður upp mynd af stöðu mála í norðanverðri Evrópu á þeim tíma. Þegar ég var farin að hugsa þetta kann ég nú allt saman komu rúsínurnar pylsuenda þessarar bókar í ljós. Þar á ég við þegar Ásgeir túlkar þessar gömlu sögur táknrænt.
Hann ber sögnina um Ingólf og Hjörleif saman við aðrar sögur um bræður eða fóstbræður, þar sem annar er drepinn eða verður að víkja. Sem dæmi um þetta eru Kain og Abel, Romulus og Remus . Auk þess vitnaði hann til bræðrapara sem mér voru ekki eins kunnug. Það var ekki síður gaman að hlusta á samburð á dúfum Nóa og hröfnum Hrafna-Flóka.
Höfundur gerir góða grein fyrir byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. Varðandi þá byggð, naut ég þess að hafa fyrir skömmu lesið bækur Vilborgar Davíðsdóttur um telpukornið og síðar konuna Auði sem átti eftir að verða landnámsmaður í Dölum vestur.
Hver á hvað?
Þegar ég hóf lestur bókarinnar var mér kunnugt um að Bergsveinn Birgisson hefði kvartað undan því að Ásgeir notaði efni frá honum án þess að geta heimilda. Ég hélt að ég gæti leitt þessa deilu hjá mér, ég er ekki fræðimaður, les bara til að njóta. En ég er vel kunnug bók Bergsveins, Leitinni að svarta víkingnum, sem kom út 2016 og ég las mér til mikillar ánægju. Við lestur bókar Ásgeirs blasa hvarvetna við hugmyndir sem Bergsveinn setti fram í sinni bók.
Mér þykir leitt að verða vitni að þessari deilu.
Af hverju biðst Ásgeir ekki einfaldlega afsökunar og þakkar fyrir sig?
Myndin er af póstkorti með friðardúfunni eftir Picasso.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 189876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.