28.2.2022 | 21:08
Heimskautsbaugur: Liza Marklund
Hjartað í mér hoppaði af gleði þegar ég sá að það var komin út ný bók eftir Lizu Marklund ( Eva Elisabeth Marklund fædd 1962). Mér finnst hún svo skemmtilegur höfundur. Flestar bækur sem ég hef lesið eftir hana gerast í Stokkhólmi og fjalla um hina skeleggu blaðakonu Anniku Bengtson. Þessi bók Heimskautsbaugur gerist í hennar gömlu heimahögum í Norrbotten. Þar sem hún er fædd og uppalin.
Sagan gerist á tveimur tímaplönum.
Leshringurinn
Fyrst er sagt frá leshópnum Heimskautsbaug en það er nafnið á bókaklúbb 5 stúlkna. Þetta hófst í 7. bekk, Þá sóttu fimm stúlkur um að vikulegir fundir um bók að eigin vali væri metið sem fullgildur valáfangi. Þær hittust vikulega út barnaskólann en fengu síðan að halda áfram í menntaskóla, en hittust þá bara einu sinni í mánuði. Þetta er sögulegur bakgrunnur þess sem síðar gerist.
Stúlkurnar í hópnum
Stúlkurnar eru að því leyti líkar, að þær eru fallegar og vel gefnar. En þær eru engu að síður ólíkar sem persónur. Og félagsleg staða þeirra er afar ólík. Sagan hefst á því að segja frá fundum hópsins árið sem þær eru að ljúka námi í framhaldsskóla. Árið er 1980. Þá hefur Liza sjálf verið í framhaldsskóla, sýnist mér. Allt í einu hverfur ein stúlkan. Sporlaust.
40 árum síðar
40 árum síðar finnst lík sem allir telja víst að sé af týndu stúlkunni. Á þessum tíma hafa allar stúlkurnar nema ein flust frá frá Stenträsk.
Líkið ber þess merki að stúlkan hafi verið myrt og nú hefst lögreglurannsókn að nýju. Það kviknar grunur um að málið tengist á einhvern hátt leshópnum, samskipti stúlknanna voru ekki átakalaus. Unglingsstúlkur eiga það til að vera illskeyttar hver við aðra. Hér ætla ég að láta staðar numið við að rekja söguþráðinn.
Dreifbýlið
Höfundur sögunnar dregur upp ljóta mynd af sænsku dreifbýli. Veturinn er langur og harður og skammdegið ber nafn með rentu, það er næstum dimmt allan sólarhringinn. Í næsta nágrenni við bæinn er bandarísk herstöð. Kornungar stúlkur fara þar á barinn, til að drekka sig fullar og sofa hjá hermönnunum. Í stað náttúrunnar (sem Svíar kalla vildmark) er komin risastór eyðimörk sem Svíar leigja út til að vissar þjóðir geti prófað vopnin sín. Ríkið fær vel borgað og þetta er atvinnuskapandi fyrir heimamenn. Sumrin eru stutt og þá er ólíft vegna mýbits. Unga fólkið vill burt.
Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi lýsing sé rétt eða ekki, þetta er bara sú mynd sem Liza Marklund dregur upp. Hún ætti að vita það, hún ólst þarna upp.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 189876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.