Blómin frá Maó: Hlín Agnarsdóttir

2C2482B9-E281-4C59-94D7-8D0332413597
Blómin frá Maó

Þessi bók eftir Hlín Agnarsdóttur hafði af einhverjum ástæðum  farið fram hjá mér. Kannski ekkert skrítið því hún kom  út 2009, það var undarlegt ár.

Bókin hefst á því að það er hringt í Sigurborgu, konu á sextugsaldri sem er í pottaskápnum að finna sér pott sem henti vel til að fara niður á Austurvöll til að láta í ljós reiði sína hvernig græðgi fárra manna leiddi til hruns bankakerfisins og rændi fjármunum fólks. Í símanum er kona sem er að safna fróðleik um munnlega geymd um það sem gerðist í pólitíkinni þegar hún var ung. Þessi tilmæli um samtal verða til þess að hugur hennar fer á flug. Fortíðin, sagan, flæðir fram.

Sú saga segir frá ungri konu, Sigurborgu Eyfjörð, sem hefur sótt um nám í félagsráðgjöf af því hún hefur samúð með bágstöddum og vill láta gott af sér leiða. Hún er fædd og uppalin á Akureyri, dóttir einstæðrar móður. Þær mæðgur búa hjá ömmunni sem líka var einstæð móðir. Sigurborg stundaði nám í MA og er nú tilbúin til að lifa sínu eigin lífi. Hún hefur leigt sér herbergi á Birkimel hjá frú Þorbjörgu, konu á áttræðisaldri.

Sigurborg ætlar ekki bara að mennta sig, hún ætlar að eignast vini, kynnast félagslífinu í Háskólanum. Taka virkan þátt. Strax á fyrsta degi þegar hún er að innrita sig, les hún auglýsingar um það sem stendur til boða. Hún er skipulögð og  skrifar hjá sér það sem henni finnst forvitnilegt. Inn í vasabókina frá KEA ratar m.a. Asparsamtökin sem reynast vera leshringur  Marx-Lenin-Maóiskra samtaka, ekki trjárækt. Þegar hún kom heim, fékk hún að hringja hjá Frú Þorbjörgu og sótti um hjá þeim. Þeir sem leiddu þessi samtök voru brennandi í andanum og holdinu líka og þar fékk unga norðankonan sína eldskírn í heimspólitíkinni og ástinni. Í lok námskeiðsins var farið til Kína. Grúppan frá Íslandi fékk að hitta Maó. Til viðbótar við þetta allt, hitti Sigurborg manninn í lífi sínu, þótt það væri bara ein nótt. Hún eignaðist drenginn Jón Vang.  Þessu næst innritaði  hún sig aftur í félagsráðgjöf.

Námi hennar um byltingu á Íslandi byggða á hugmyndum Maós, var lokið.

Það var gaman að lesa þessa bók. Ég hef hvergi séð uppreisn unga fólksins, 68-kynslóðinni betur lýst. Um leið er þetta persónuleg saga ungrar konu út í lífið. Bókin er í senn fyndin og sorgleg. Stíllinn er fágaður. Það finnast margar góðar setningar í bókinni sem mig lagar til að nema og læra til frambúðar. Í kaflanum snúningsgrind tímans /(líkingin vísar til snúningsgrindarinnar í pottaskápnum):“Það var á tímum svarthvítu myndanna, í fortíðinni þegar við lýstum eftir framtíð sem aldrei kom, í staðinn kom nútíðin aftur og  aftur og snerist afturábak og áfram um sjálfa sig. Tíminn er eins og snúningsgrind í pottaskáp sem bítur í skottið á sér.“

Lokaorð

Það stóðst á endum. Þegar ég lauk við Blómin frá Maó, sá ég að það var búið að lesa inn á hljóðbók nýju bókina hennar Hlínar, Meydómur.

Nú er hugurinn þar.

Eftirþanki

Hlín les sjálf inn bókina sína um Blómin frá Maó. Hún er góður lesari og það urðu mér vonbrigði þegar ég sá að hún les ekki nýju bókina líka. Það skapar ákveðna nánd, þegar höfundar lesa sjálfir verk sín.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband