Sif Sigmarsdóttir BANVÆN SNJÓKORN

EA0CC568-077F-4DD5-88F4-0450ED2E63E0
Banvæn snjókorn

Þegar ég hóf lestur bókarinnar Banvæn snjókorn eftir Sif Sigmarsdóttur vissi ég ekki að hún væri hugsuð fyrir yngri lesendur.  Ég valdi hana vegna þess að ég er vön að lesa pistla Sifjar  í Fréttablaðinu, sem mér finnst frábærir. Þegar  ég var komin vel inn í miðja bók , fannst mér sagan á vissan hátt torskilin og hugsaði að líklega myndu stálpuðu barnabörnin mín skilja textann betur en ég, áttræð amman. Það sem ég átti í baksi með varðaði hugarheim ungu stúlknanna Hönnu og Imogen netheima. Þær Hanna og Imogen eru aðalpersónur sögunnar.

Ég er rétt feisbókarfær en veit þó að það finnast fleiri samskiptasíður af  sama toga . Hef ákveðið að sneiða hjá þeim tímans vegna.  Og kannski vegna vegna sjónskerðingar. Það finnst svo margt annað áhugavert og spennandi. Þetta voru hugrenningar mínar.  Fyrst þá, inn í miðri bók, kannaði ég hvort bókin væri fyrir börn og unglinga. Og það kom heima. Hún er fyrir stálpuð börn og svo auðvitað, eins og allar góðar barnabækur, er hún ekki síður fyrir fullorðna.

Sagan

Hanna sem er á unglingsaldri, hefur búið hjá móður sinni og ömmu í London. Við lát móður ákveður pabbi hennar að hún eigi að flytja til hans í Reykjavík. Þar býr hann með nýju fjölskyldunni sinni. Hanna er skynsöm stúlka og veit að þannig verði það að vera, þótt hún hefði miklu frekar  viljað vera áfram hjá ömmu sinni í London. Hún byrjar næstum að sakna vinkonu sinnar í London áður en hún    er lögð af stað.

Önnur veigamikil persóna er Imogen. Hún er að læra sálfræði í háskóla en hún er líka „opinber persóna“ á netinu og á sér fjölda fylgjenda. Hún póstar tvisvar á dag. Þannig þekkir Hanna til hennar og dáist að henni. En leiðir þeirra eiga eftir að liggja saman.

Imogen gerir hlé á námi sínu þegar hún fær afar gott  vinnutilboð. Þetta er vinna að auglýsingagerð, þar nýtist  bæði nám hennar í sálfræði og nethylli. Auglýsingaskrifstofan vinnur út frá nýrri hugmyndafræði, sem í stuttu máli felst í því að sömu auglýsingar henti ekki öllum neytendum, það þarf að greina og flokka neytendahópinn og semja auglýsingar sem laða að ólíka neysluhópa. Ég hugsaði þarna er komin góð lýsing sem stemmir við þennan „algóritma“, sem allir eru að tala um.

Leiðir þessara tveggja stúlkna liggja saman og sagan á eftir að fjalla um alvarlega atburði svo sem kynferðislegt ofbeldi  og dauða.

En ég ætla ekki að rekja alla söguna hér, það er ekki við hæfi. Í stað þess ætla ég að tala um það sem tengir þær. Í báðum tilvikum hvílir mat þeirra á sjálfum sér á viðbrögðum annarra á netinu. Sjálfstraust og sjálfsvirðing rís og hnígur í takt við „lækin“ sem þær fá við það sem þær setja á netið. Hér ætla ég að láta staðar numið við að segja frá efni bókarinnar. En hún fær mörg „læk“ frá mér.

Sagan lýsir einkar vel veruleika ungs fólks  í dag. Það er fróðlegt að fá að fylgjast með því  hvernig stúlkurnar hugsa sér að  rétt sé að bregðast við vanda.

Lokaorð

Nú veit ég að Sif Sigmarsdóttir skrifar ekki bara góða pistla, hún skrifar líka góðar barnabækur. Og ég hef þegar ákveðið að lesa fleiri bækur

eftir hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband