Eiríkur Örn Norðdahl: Einlægur Önd

2C2482B9-E281-4C59-94D7-8D0332413597
Eilífur önd

Þetta er ekki bók stórra atburða. Lesandinn, ég, fæ að fylgjast með lífi fyrrverandi verðlaunahafa  í bókmenntum. Hann er að leita að sjálfum sér og þó sérstaklega að rithöfundinum í sér.

Mæða

Hann er búinn að missa frá sér konuna og börnin og  neyðist til að flytja suður til að vera nær þeim. Verðlaunabókin er hætt að skila arði. Hann er blankur. Hann hefur tekið að sér að sér að búa til kennslumynd um skapandi skrif.  En áveður síðan í staðinn að kenna nemendahópnum í fjarkennslu án samráðs við  vinnuveitanda sinn. Vinnuveitandinn hættir borga honum af því hann gerir ekki það sem um var samið.

 Til að halda sambandi við börnin hefur hann samið við sína fyrrverandi að hann taki að sér að  borða súm -morgunmat (sbr Zoom – fundi) með börnunum sínum. Þá er kveikt á tölvu á sama tíma stundvíslega á báðum heimilunum. Þetta heppnast oftast vel.

  Eitthvað er Eiríkur Örn nervus út af kennslunni, því þegar hann fer að fá hótunarbréf, ályktar hann að þarna séu nemendur að verki. Ekki bætir úr skák að þessi bréf voru ekki send með venjulegum pósti, heldur kastað inn um gluggann bundnum við múrstein.   

Ég finn að ég hef heilmikla samúð með Eiríki en hugsa um leið að hann hafi komið sér í þetta, sem er eiginlega enn verra.

Saga innan í sögu

En af því Eiríkur Örn er rithöfundur er ekki hægt að skrifa um hann án þess að segja líka frá frá sögunni sem býr í höfði hans (eða er hann búinn að skrifa hana á pappír ?).

Þessi saga fjallar um dr. Felix, konu hans, Flórens og dótturina Hortensíu . Þau búa í landinu  Arbítreu. Þar, í þessu landi,  er ekkert dómskerfi en ætlast til þess að borgararnir setji múrstein utan við bústað þeirra sem hafa gerst brotlegir við samborgara sína og/eða hneykslað þá. Þeim sem fá til sín slíka steina ber síðan að skila þeim til baka í múrsteinahrúgu hverfisins, sem yfirvöld hafa komið fyrir á hentugum stað. Felix Ibaka þarf iðulega að fjarlægja slíka  steina kvölds og morguns, því hann hefur skrifað bók þar sem segir af þeim hjónum, án þess að bera það undir konu sína. Hann leyfir sér að tala fyrir munn hennar og það má hann að sjálfsögðu ekki. Felix sögunnar er óneitanlega talsvert líkur Eiríki Erni bókarinnar eins og hann lýsir sér  og dóttirin er reyndar einnig lík dóttur hans. Báðir þessir menn eru óþolandi mælskir, það er vaðall á þeim eins og sagt var í minni sveit. En samt eru þeir skemmtilegir. Og þrátt fyrir galla sína   virðist mér þeir ólíklegir til að  að leysa vandann.

En hver er vandinn?

Mér sýnist sem hann sé tvíþættur. Sá Eiríkur Örn sem

lýst er  þjáist greinilega af djúpu þunglyndi.  Um leið er hann að takast á við umræðuna um MíTú. Mér er afstaða hans ekki alveg ljós enda hef ég sjálf ákveðið að hætta mér ekki út í þá umræðu. Kannski er ég komin út á hálan ís með því að bara skrifa þetta.

En aftur að Eiríki Erni. Mér finnst aðalpersónan í bókinni vera hann. Reyndar finnst mér alltaf þegar höfundar  koma veruleikanum vel til skila, að þeir séu að lýsa sjálfum sér og einhverju sem hefur komið fyrir þá. Og ég trúi þeim.

Það var gaman að lesa/hlusta á þessa bók. Eiríkur Örn les hana sjálfur. Hann er sannfærandi  og mér fannst næstum  að þarna sé   hann lifandi kominn og sitji jafnvel á rúmstokknum hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það eru of fáir höfundar sem þora að takast á við margræðan veruleikann sem við lifum í, vandamálin og deilurnar, en það gerir Eiríkur Örn.

En svo ýkja höfundar eigin veruleika og þannig að skáldritin verða ýktur og hliðstæður veruleiki.

Að snúa útúr eigin lífi er djarfleg skáldskapartilraun hjá honum.

Ingólfur Sigurðsson, 4.2.2022 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband