Um ellina eftir Cicero :Lærdómsrit Bokmenntafélagsins

7583661C-BAF1-4A93-82E0-844804EFDAA2Elli

Fáir tala vel um ellina þótt fólk undantekningalaust vilji verða gamalt. Er það kannski byggt á misskilningi? Það er ekki seinna vænna að kynna sér það, verðandi áttræð. Allt í einu birtist mér bókartitillinn Um ellina eftir Cicero, Maco Tullius inn á vef Hljóðbókasafns Íslands. Hún kom út 1962  en það er nýbúið að lesa hana inn . Bókin er skrifuð á 1. öld fyrir Krist. Þar sem hún var á latínu var hún um langt skeið aðgengileg fyrir menntaða einstaklinga þess tíma. Allir sem hugðu á „æðri menntun“ urðu að tileinka sér latínu. Meira að segja ég varð að læra hana. Reyndar fannst mér hún skemmtileg en hef nú tapað henni niður.

Bókin er þýdd af Kjartani Ragnars. Hún hefst á sagnfræðilegum inngangi eftir  Eyjólf Kolbeins. Í innganginum segir hann frá stjórnskipulaginu í Róm þessa tíma, ferli Ciceros sem embættismanns og menntun hans.

Cicero skrifar þessa bók er þegar hann er 62 ára. Þessi inngangur Eyjólfs var mikilvægur mér sem lesanda til að meðtaka efni bókarinnar.

Ritinu sjálfu fylgja fjöldi neðanmálsgreina  til að skýra textann enn frekar. Þótt þetta stöðuga rof á texta við að lesa neðanmálsgreinarnar, trufli lesandann í að njóta hins eiginlega texta, reyndust mér þær afar gagnlegar til að skilja og njóta  og ígrunda efni hans.

Þörf lesning

Áður en ég hóf lesturinn var ég vægast sagt forvitin um ástæðuna fyrir því af hverju Cicero fannst brýnt að verja ellina. Að lestri loknum, sýnist mér að honum hafi gengið hið sama til og fjölmörgum Íslendingum nú, sem gagnrýna það að gömlu fólki sé ýtt til hliðar  um leið og ákveðnum aldri er náð. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á heilsubresti og elli. Enn fremur bendir hann á hversu mikilvægt það sé að ástunda dyggðugt líferni til að njóta ellinnar.

Reyndar segir hann fjölmargt annað sem trúlega er jafn mikilvægt nú og þá.

En Cicero fékk sjálfur ekki að njóta ellinnar lengi því hann var veginn  í pólitískum átökum  ári eftir að hann lauk við að skrifa bókina.

Lokaorð

Mér finnst gaman að því að lesa þessa bók og fannst margt viturlegt sagt. Þó tók ég eftir því að þar er hvergi vikið að konum . Ef svo hefur verið fór það fram hjá mér.

Þessi pistill minn verður sá síðasti á árinu. Mig langar því til að óska lesendum mínum árs og friðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 189886

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband