Jakobsböckerna: Olga Tokarczuk

 

CB4F98A1-587C-439E-935F-1DF2FDC9C9B6
Villuráfandi í Póllandi

Eftir að ég fór að lesa/hlusta á Jakobsbækur Olgu Tokarczuk hef ég ekki verið með sjálfri mér. Ég hef verið villuráfandi um  Pólland og löndin þar austur og suður af. Og tíminn er síðari hluti átjándu aldar.

Jakobsbækurnar eru 7 talsin og enginn smádoðrantur allar saman komnar í einni bók, 912 blaðsíður. Ég les/hlusta á  bækurnar á sænsku, því þeim hefur ekki verið snarað á íslensku. Þetta þarf að þýða  hugsa ég. Það ættu að vera til þýddar bækur eftir alla Nóbelsverðlaunahöfunda. Olga Tokarczuk ( fædd 1962) fékk verðlaunin 2018.  Ef einhvern langar til að týna sjálfum sér í lestri er þetta bókin.

Um hvað er bókin?

Þetta er söguleg skáldsaga sem styðst við  atburði sem gerðust og sögur fara af. Jakob Frank er einhverskonar miðpunktur, þó finnst mér ekki rétt að tala um hann sem aðalpersónu. Hann var lærður Gyðingur en fékk vitrun og trúði því sjálfur að hann væri Messías, sem Gyðingar voru að bíða eftir. Hann virðist hafa verið góður kennimaður því fljótlega myndaðist trúarhreyfing sem byggði á kenningum hans.

Heimur trúar og kraftaverka

En það er ekki Jakob og trúarbrögð hans sem er kjarni þessarar bókar. Það sem  hreif mig var hversu vel höfundi tekst að draga upp mynd af lífi fólks þessa tíma og af hugarheimi þeirra sem lifa þar. Ósjálfrátt varð mér hugsað til hvernig þetta var hér á okkar litla landi  og dettur strax í hug Jón lærði og hugarheimur hans tíma sem Viðar Hreinsson lýsir svo snilldarlega. En margt er þó ólíkt. Pólland var ólgandi samsuða fjölmargra menningarhópa og trúarbragða, Ísland var einangrað og einnar trúar samfélag. Mér finnst samfélagslýsing Tokarczuk framúrskarandi. Þarna gat allt gerst. Menn  uppljómast í bókstaflegum skilningi, lýsa eins og lampar og gamla konan Jenta er stödd í einhverri vídd sem við þekkjum ekki, einhverstaðar milli lífs og dauða. Uppáhaldspersónan mín í sögunni er gamli sveitaklerkurinn, sem hefur ofurtrú á mætti upplýsingarinnar. „Ef manneskjan veit nóg, breytir hún rétt“. Hann hafði því sjálfur sett saman alfræðirit fyrir Pólverja. Hann elskaði bækur. „Ef allir væru að lesa sömu bækur“, hugsaði hann, myndu þeir skilja hver annan betur. Það eru ekki bara ólík tungumál sem standa í veginum, þessir ólíku menningarhópar nota hver sitt stafróf.

Lokaorð

Þótt Jakobsbækurnar fjalli um 18. öldina, er ég ekki í neinum vafa um að tilgangur höfundar sé að færa okkur spegil til að spegla samtíð okkar í.

Þetta er bók til að lesa mörgum sinnum, þannig er það með allar góðar bækur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 189886

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband