Þjófur í Paradís : Indriði G. Þorsteinsson

75FDC5E9-0125-48E9-A1E6-8865A24CC26B  Þegar ég kom af jarðarför gamals vinar, ákvað ég að lesa bók Indriða G. Þorsteinssonar Þjófur í Paradís aftur. Ég las hana á sínum tíma og vissi að fjölskyldan í bókinni tengdist þessum vini mínum. En við ræddum það aldrei. 

Mér fannst bókin góð þegar ég las hana á sínum tíma, en var með efasemdir um hvort skáld hefðu rétt til að ýfa upp sár  fólks, sem hefur orðið fyrir mótlæti í lífinu. 
Við jarðarförina sótti sama hugsun að mér.

Indriði G. er reyndar einn af mínum uppáhaldsrithöfundum, hann er svo góður stílisti. 
Heim komin af jarðarförinni las ég sem sagt bókina þ.e.a.s. ég hlustaði. Það er höfundurinn sjálfur sem les. Ég komst við.Voðalega hefur líf þessarar fjölskyldu verið erfitt.  Allt í senn,félagslega og fjárhagslega. Líklega hefur þó vansæmdin verið verst. Það er hægt að afplána dóm fyrir sauðaþjófnað en orðsporið fylgir ævilangt. 
Sagan

Sagan Þjófur í Paradís er knöpp að forminu til. Hún hefst á brúðkaupi þar sem orð falla sem verða til þess að  ákvörðun er tekin um að láta til skarar skríða og ganga úr skugga um hvort eitthvað sé til í orðrómi sem lengi hefur verið á sveimi. Sú rannsókn leiðir síðan til réttarhalda og dómur felldur.Eins og í fleiri knöppum sögum, er það ósagða áhrifamest.

 En aftur að vini mínum sem var borinn til grafar. Ég held að hann hafi aldrei rætt þessi mál við nokkurn mann og það hvarflaði ekki að mér að fitja upp á  slíkri umræðu við hann. Við ræddum um pólitík, hann var með stéttabaráttuna á hreinu og vandaði arðræningjunum ekki kveðjurnar. En auðvitað er það eins og að skvetta vatni á gæs. Í heimi er orðið ekki til, einungis orðið ARÐUR eða GRÓðI og því meira sem þeir græða (ræna) því stoltari eru þeir.

Ekki veit ég hvað vakti fyrir Indriða þegar hann valdi að skrifa um þetta mál sem varð svo örlagaríkt fyrir þessa fjölskyldu

Kannski  hefur hann fyrst og fremst séð að þarna var gott söguefni.

Líklega hefur hann ekki hugsað til aðstandenda.

En Indriði má þó eiga það að bókin er góð.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Ég eigaðist bók í fyrra eftir Indriða G, Þorsteinsson. Ljóðabók sem heitir, Dagbók um veginn. Þar er lítið kvæði,  undir nafninu, Sovéthetja. Þetta eru fjögur erindi, þrjár línur hrert,

Frá krásum Kaupmannahafnar
við komum með auðvaldsfasi
og augun öldrykkjurau.

Í Leníngrad sjóða þeir súpu
svellþykka af grænu káli
og bera með þessu brauð.

Þeir sjóða súpuna í máðuð
sé enginn gestur á ferli.
Einn þessu í sig tróð.

Það þurfti heittrúað hjarta
að háma í sig Leníngradsúpu
og segja sér þætti hún góð.

 Indriði alltaf góður, með skemmtilegan húmor.

Haukur Árnason, 17.10.2021 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 189886

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband