Eins og málverk

F509E0D6-84FD-4DDC-81DD-C917F12D032DEins og málverk

Bókin Ína eftir  Skúla Thoroddsen er eins og málverk.

Sagan er vísun í leiđangur  sem Walther von Knebel , Max Rudoff  og Hans Reck fóru í til Öskju áriđ 1907. Tveir ţeirra, Walther von Knebel og Max Rudoff hurfu sporlaust,  félagi ţeirra, Hans Reck, var einn til frásagnar. Hann gat lítiđ um máliđ sagt ţví hann var annars stađar viđ rannsóknir daginn sem ţeir hurfu. Ári síđar fer hann í leiđangur til ađ rannsaka betur ađstćđur til ađ finna skýringar á ţví hvađ hefđi gerst og međ von um ađ finna líkamsleirfar mannanna tveggja. Međ í för var Ína von Brumbkow unnusta Walther von Knebel.

Saga Skúla er spunnin í kringum ţessa síđari ferđ og allt ţađ sem gerđist, út frá sjónarhorni Ínu. Ţetta er ţó engin vvwnjuleg sagnfrćđileg frásaga. Höfundur nýtir sér ţessar dramatísku og rómantísku  ađstćđur til ađ mála myndir međ orđum. Í fyrsta kafla bókarinnar er Ína er kynnt til sögunnar sem gömul kona, sem situr ein í húsi sínu í Berlín 1942 og hugsar til baka um lífshlaup sitt.

ŢegarÍna kom til Íslands var hún ung listakona, sem teiknađi og málađi myndir.  Frásagnarmáti Skúla á ţví vel viđ.

Ína og Hans fara í fótspor Walthers og Max og Ína hugsar til hans í sorg sinni og reynir ţannig ađ nálgast hann. Ína er í frásögn Skúla áhugasöm um Ísland og vel ađ sér. Ţađ spretta fram vísanir í skáldskap sem ţá var á allra vörum. Á Akureyri hittir hún Matthías Jochumsson og á tal viđ hann á Sjónarhćđum. Sá Matthías sem hún hittir er í senn prestur og  reyndur sálusorgari. Hann skynjar sorg hennar og hjálpar henni til ađ   vinna úr áfallinu sem hefur heltekiđ hana. Eftir ţetta  verđa ţáttaskil í lífi hennar. En ţetta er ekki bara saga Ínu og ţýsku leiđangranna tveggja, 1907 og 1908. Ţađ er brugđiđ upp mynd af  eldgosum frá sjónarhorni íslenskrar alţýđu og frá sjónarhorni frćđimanna í útlöndum. Ţetta er einstćđ lýsing á hugarheimi fólks í lok 19.  aldar og viđ upphaf ţeirrar 20. Og ţessi hugarheimur er ekki bara neyđ og myrkur, vegna óblíđrar náttúru og fátćktar. Ţessi hugarheimur er fullur af von og ţrá, gleđi og fegurđ.

Mér fannst merkilegt ađ lesa ţessa bók, ţví ég vissi ekki á hverju ég átti von, hélt ađ ţarna vćri á ferđinni söguleg skáldsaga. Kannski má líta svo á. En mér fannst bókin vera eins og langur ljóđabálkur, textinn er svo fallegur.Ekki spillir ađ ţađ er Hanna María Karlsdóttir sem les og hún er frábćr lesari.

Ég sagđi í upphafi ađ mér fannst bókin vera eins og nálverk, málađ međ orđum en ég vissi ekki hvort verkiđ minnti meira á Eggert Pétursson eđa á Kjarval. Nú hallast ég ađ ţví ađ hún minni á ţá báđa tvo.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 189886

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband