Maður er manns gaman

011FD7F6-F3AF-4E6F-AE1F-91D0E0B379AFMaður er manns gaman

Eða það hélt ég. En reynsla mín undanfarna

mánuði fær mig til að efast um sannleiksgildi þessa  spakmælis.

Búferlaflutningar

Ég, við hjónin, höfum verið að leita okkur að þægilegra húsnæði með það fyrir augum að kaupa íbúð í lyftublokk. Við skoðuðum margar. Alls staðar, í hverri einustu íbúð, var okkur sagt af eigendum eða sölumönnum að næðið í íbúðinni væri  slíkt, að þetta væri eins og að búa í einbýlishúsi. Og ég kinkaði kolli,  eins og  ég væri sammála. Innra með mér hugsaði ég, þarf þetta að vera svona? Væri ekki meira gaman að  búa í blokk þar sem væri sagt við mann,“Það er svo gaman á húsfundunum,“eða allir ganga svo vel um sameignina? “

Ég er sjálf alin upp í sveit, þar sem gestakomur þóttu viðburður. Það þótti við hæfi að leggja frá sér orfið eða hrífuna og drepa á dráttarvélinni eftir að hún kom til sögunnar. Svo var hellt upp á kaffi og talað. Talað mikið.

Manneskjan er oftast ein.

(En nú með síma)

Við lifum á tímum tækni, hún léttir okkur lífið. Óneitanlega.   En það er lítið  talað um hvað það er sem tapast í leiðinni. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um samveru við menn. Skiptast áaugnatillitum. Brosa og segja nokkur orð.  Það þóttu tíðindi, þegar sjálfsafgreiðsla hófst í búðum. Ég held að það hafi verið árið sem ég fermdist sem Kaupfélag Stöðfirðinga á Breiðdalsvík tók upp þessa nýjung. Nú  getur maður

keypt nær allar vörur  án þess að yrða á fólk. Já, nema í fiskbúðum. Þar fær maður fiskinn afgreiddan yfir borðið og því fylgir spjall við fisksalann. Mér leiðist aldrei að fara í fiskbúð.

Það er búið að gera dýr að lúxusvöru

Umgengni við dýr er líka gefandi. En dýrahald er  skuldbindandi og krefjandi.

 Eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt frá Japan þar sem  vélhundar heimsóttu gamalt fólk á elliheimili til að  gleðja það, fór ég alvarlega að velta því fyrir mér, hvort maðurinn væri í þann veginn að hagræða sjálfan sig í burtu.

Á Íslandi eigum við heimsmet í að amast við dýrum. Í blokkinni sem ég er að flytja í er dýrahald að sjálfsögðu bannað. Kannski get ég keypt mér róbótkött?

 Og vinnan. Það  er eins og það hafi gleymst að mörgum finnst líkamleg vinna skemmtileg. Í hófi. Nú koma  heilsuræktarsalir að einhverju leyti í staðinn.

Eftirmáli

Fyrri hlutinn af þessum pistli var skrifaður í Álfheimunum þar sem ég hafði búið í 20 ár, þetta í eftirmálanum er skrifað í nýju heimkynnunum í Þverholti. Búferlaflutningar eru  líkamlega og andlega erfiðir.

Ég ákvað að því nota þá sem tækifærið til að kynnast sjálfri mér. Hvernig kona er það sem á allt þetta dót? Auk þess eru flutningar líkamlega erfiðir. Minna mig helst á smalamennsku. Mér fannst ég skynja með áþreifanlegum hætti, hversu mikilvæg tengslin við vini og vandamenn eru.

Sem sjá má, er þessi pistill ekki um bækur. Það er þó langt í frá að ég sé hætt að lesa. Flutningarnir hafa síður en svo truflað lesturinn, það tók bara tíma að ganga frá tölvuskjánum. Næst ætla ég að skrifa um bókina Ínu eftir  Skúla Thoroddsen. Hún kom mér á óvart. Efni hennar tengist Öskju og ég hafði ekki fyrr lokið lestrinum, þegar Askja minnti á sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband