28.5.2021 | 18:24
Ofurstynjan: Rosa Liksom
Ofurstynjan Rosa Liksom (raunverulegt nafn Anni Ylavaara, fædd 1958).
Líklega enginn yndislestur, hugsaði ég, en góð samt. Ég hafði áður lesið bók eftir sama höfund, Klefi nr. 6. Ógleymanleg bók. Ef ég ætti að velja orð til að lýsa efnistökum Liksom myndi ég velja hrá og beinskeytt.
Sagan
Sagan er lögð í munn gamallar konu í Lapplandi, sem rifjar upp ævi sína. Fyrirmynd höfundar er Annikki Kariniemi sem var fædd 1913, dáin 1984. Hún var kennari og rithöfundur. Hún var gift 30 árum eldri manni sem var ofursti og nazisti. Hún skrifaði fjölda bóka fyrir börn og fullorðna. Ein af þeim heitir Ett äktenskaps anatomi sem kom út 1958. Þá bók hef ég ekki lesið og þekki einungis af afspurn, þ.e. af netinu.
Ofurstynjan ólst upp á tímum þar sem viðhorf fólks litaðist af sjálfstæðisbaráttu Finna og í framhaldi þjóðernishyggju og nazisma. Faðir hennar var nazisti og eiginmaður hennar ofurstinn og hún líka. Hún var ógagnrýnin, viðurkennir að hún vissi allt um það sem nazistar voru að gera. En hún dáðist samt að þeim. Það hafði verið kreppa og þeir voru með lausnirnar. Á einum stað í bókinni er sagt frá samtali hennar við stöllu sína og jafnöldru. Þær voru enn unglingar. Vinkonan trúði jafn gagnrýnislaust á Sovét og var á leið þangað. Þegar stríðinu lauk tók við sálarstríð þeirra sem höfðu veðjað á rangan hest. Ofurstinn fer að verða vondur við ofurstynjuna sem hafði dáð hann og elskað alla tíð. Hjónabandinu lauk eftir að hann hafði ítrekað misþyrmt henni og drepið barnið sem hún gekk með. Hún var illa leikin bæði andlega og líkamlega en tókst að rísa upp og skapa sér nýtt líf.
Eftirþankar
Ég fræddist heilmikið um Finnland við að lesa þessa bók. Og stundum fannst mér þó að ég væri svo illa að mér að ég gæti ekki nýtt mér kennsluna.
Það sem mér fannst þó merkilegast, var þegar ég komst að því að bókin sjálf kom ekki fyrst út á finnsku, hún kom út á máli sem heitir Meänkieli. Þetta mál er talað beggja vegna landamæra Svíþjóðar og Finnlands.
Hvað vakir fyrir höfundi?
Mér er alls ekki ljóst hvað vakir fyrir höfundi. Enginn skrifar bók út í bláinn. Mér dettur í hug að hún vilji með bókinni kenna okkur að Nazistar voru ekki skrímsli, þeir voru fólk eins og við. Og það er alltaf full þörf á að ígrunda vel hvaða skoðanir maður aðhyllist. Það lúrir kannski eitthvað í okkar samtíð sem vert er að rýna vel í. Hvað um flóttafólk og hvað um skiptingu auðsins? Já og hvað um dekur okkar við moldríka?
Það er kominn kosningahugur í mig.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 188995
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.