Eins og langt ferðalag: Jóhann Kristófer: Romain Rolland


IMG_1039Eins og að fara í langt ferðalag

Ég hóf lestur/hlustun minn á bókum Romain Rolland um miðjan janúar og nú er ég búin. Þetta er eins og hafa verið í löngu ferðalagi, með ákaflega erfiðri en þó hrífandi persónu. Af því að bókin er löng 77, 39 klst. í hlustun, ákvað ég að lesa/hlusta einungis hálf tíma á dag.  Það gerði ég til að ég gæti líka lesið nýjar bækur. Það bíða svo margar og spennandi bækur eftir að verða lesnar. En þótt ég hefði gert þetta hálftíma samkomulag við sjálfa mig, sveik ég það stundum, las meira þegar sagan var spennandi. Gat ekki á mér setið.

Romain Rolland er franskur rithöfundur  fæddur 1866 og dó 1944. Þetta er sagnabálkur sem kom út í 10 hlutum frá 1904 til 1912 .

Sagan fjallar um Jóhann Kristófer sem er fæddur í lítilli borg í Þýskalandi . Hann á síðan eftir að dveljast bæði í Frakklandi, Sviss og Vín. Hér á Íslandi kom hún út í 5 bókum á tímabilinu 1947 til 1967. Fyrstu tvö bindin voru í Þýðingu Þórarins Björnssonar skólameistara á Akureyri og þrjú síðari voru þýdd af Sigfúsi Daðasyni. Romain fékk Nóbelsverðlaunin 1915.

Bók um listamann

Bókin fjallar um drenginn Jóhann Kristófer sem elst upp hjá ofbeldisfullum föður og valdlausri móður, hún var af lágum ættum. Jóhann Kristófer er svo dæmalaust næmur og forvitinn um hvaðeina. Hann er barinn til tónlistar, það má græða á honum.

Ég hef ekki lesið þessa bók fyrr, vissi ekki af henni. Þegar ég tala um bókina við fólk sem ég hitti, segja flestir, já ertu að lesa  bókina um Beethoven. En þessi bók er ekki um Beethoven, heldur um einhvers konar erkitýpu, gerða úr mörgum listamönnum. Og svo inniheldur hún líka mikið um aldarhátt þessara tíma. Þetta er saga hugmynda og kenninga. Aftur á móti hefur Rolland samið bók um Beethoven. Hún hefur líka komið út hér í þýðingu Símonar Jóhanns Ágústssonar 1940.

Lokaorð

Mér fannst gaman og gefandi að lesa þessa löngu bók, sérstaklega fannst mér gaman að fyrstu tveimur bindum sögunnar. Bækur eldast misvel. Í seinni bókunum er Jóhann Kristófer orðinn eldri  og þroskaðri þarf hann að takast á við hugmyndir síns tíma og þá getur verið erfitt að fylgja honum. Auðvitað er það höfundurinn sem talar. Rolland var hugsjónamaður, sem beitti sér fyrir  jafnrétti og friðarmálum  Hann var líka að velta fyrir sér hlutverki listarinnar í heiminum.

Það reynir á þolgæði og þolinmæði við að lesa bókina um Jóhann Kristófer. Þetta var langt ferðalag sem skilur mikið eftir. Takk

Að lokum

Bækur eru ekki til að lesa þær einu sinni . Ég hef ákveðið að lesa þessa bók aftur að ári. Nú veit ég meira hvað hún er um og get einbeitt mér betur.

Og til að fyrirbyggja misskilning þá hlustaði ég á bókina, las ekki. Það var Hjalti Rögnvaldsson sem las hana fyrir mig og hann gerði það vel eins og honum er lagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég var unglingur fór ég á bókbandsnámskeið í handíða og myndlistaskólanum sem mig minnir að hafi verið rétt fyrir ofan Hlemm við Brautarholtið á móti hampiðjunni ef ég man rétt. Afi hafði gefið mér þessar bækur óinnbundnar og ég batt þÆr inn þarna og reyndi svo að lesa þær en gat aldrei einbeitt mér að þeim og gafst upp. Sennilega verið of ungur. Kannski ég geri aðra tilraun er ég kemst á eftirlaun eftir nokkur ár.

Rafn Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.4.2021 kl. 21:35

2 identicon

Skemmtileg saga. Ég hef líka lært að binda. Já það þarf tíma til að lesa langar bækur eins og Jóhann Krisófer. Já og opinn hug. 
Takk fyrir tilskrifið. 

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 188991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband