16.4.2021 | 19:17
Fjörutíu ný og gömul ráð: Óskar Árni Óskarsson
Nýjasta bókin í bókasafninu mínu, Hljóðbókasafni Íslands, heitir þessu langa nafni :Fjörutíu ný og gömul ráð við hverdagslegum uppákomum.
Þetta er bók fyrir mig, hugsa ég, og tek hana þegar til láns og byrja að hlusta.
Bókin með langa nafninu er stysta bók sem ég hef tekið þar að láni.Það er Hafþór Ragnarsson sem les. Hún tekur 7 mínútur í lestri. Bókin mun hafa komið út 2015 og er verk s Árna Óskarssonar.
Ráðin
Ráðunum er best lýst með dæmum. Hér koma þrjú:Stundum kemur móða á gleraugun. Þá er ráð að hella upp á kúmenkaffi og minnast Heklugöngu Eggerts og Bjarna.
Stundum fær maður óstöðvandi hnerra. Þá er ráð að kaupa sér vandaða flókainniskó hjá Guðsteini á Laugarveginum. Stundum fer maður dagavillt. Þá er ráð að endurraða bókum í ljóðabókarhillunni.
Þessi dæmi voru valin af handahófi.
Mér fannst gaman af þessari bók, meira að segja svo gagnleg að ég rétti heyrnartækin yfir til mannsins míns. En það má ég auðvitað ekki því ég hef undirritað skilmála um að ég skuli ein nota efni bókasafnsins. Gat ekki stillt mig.
Það var gaman að hlusta á ráð Óskars Árna en ég held að hver og einn þurfi að semja sína eigin ráðagóðu bók. Reyndar held ég að þessa bók þurfi stöðugt að uppfæra. T.d. var eitt gott ráð sem ég nýtti mér meðan ég ók bíl. Það hljóðaði svo: Alltaf að hafa með þér ljóðabók, sem hægt er að lesa í ef þú lendir í umferðatöfum.
Þetta ráð nýtist mér ekki lengur því ég er hætt að keyra og get ekki lengur lesið. Sem fyrr segir kom þessi bók út 2015, af hverju fékk ég hana ekki fyrr?
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 188992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hljómar skemmtilega, takk.
Hrannar Baldursson, 17.4.2021 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.