Dauði skógar: Jónas Reynir Gunnarsson

734063D5-7998-47C7-B061-EDD67FCCB26E
Meðan ég  var að lesa bókina  Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson,  hugsaði ég hvað eftir annað með sjálfri mér, „þetta verð ég að muna“. Og auðvitað mundi ég það ekki, svo ég renndi aftur í gegn um bókina. Hún er ekki löng, tekur 4 klukkustundir í upplestri.   Það er Stefán Hallur Stefánsson sem les. Hann gerir það vel, verður eins og sögumaður að segja sögu. Þetta er lágstemmd bók, sem talar í senn til hjartans og skynseminnar.

Forsagan

Sagan hefst á  að miðaldra karlamaður sem liggur andvaka á hótelherbergi á Spáni hugsar um líf sott. Hann er á flótta. Aðallega frá sjálfum sér.   

Sagan

Þetta er vel stæð fjölskylda og ég staðset hana á Egilsstöðum, þótt það sé hvergi sagt beinlínis. Ég veit að höfundurinn er úr Fellabæ. Aðalpersónan, Magnús, sem et sögumaður er mikill gruflari. Hann veltir  

fyrir sér eðli lífsins og náttúrunnar. Hann missti móður sína ungur og ólst upp hjá föður sínum. Faðir er nú komin á hjúkrunarheimili.  Hann hafði plantað skóg, lerki, i á jarðarparti sem hann fékk eftir foreldra sína. Þeir feðgar eru nánir. En þótt hugarheimur gruflarans Magnísar sé bæði frjór og skapandi, er hann ekki að sama skapi  duglegur að tjá sig. Hildur kona hans hefur orð á því að hann taki ekki þátt í uppeldi barnamma , því hann tali ekki um það sem þarf að gera, t.d. vandamála sem koma upp varðandi eldra barnið, soninn Alla. Mér sem lesanda finnst að Magnús geri heilmikið og sé umhyggjusamur fjölskyldufaðir enda sé ég alla hluti út frá hans sjónarhorni. Hann er einn til frásagna.

Það er erfitt að lýsa þessari bók gæði hennar liggja svo mikið í textanum og því sem gerist í hugarheimi sögumannsins sjálfs. söguþráðurinn  skiptir minna máli. Bókin kom mér mikið á  óvart. Mér fannst ég aldrei hafa lesið íslenska bók sem líktist henni. Eitthvað fékk mig til að hugsa um Salinger og bók hans Bjargvætturinn í grasinu sem las fyrir margt löngu. Og ég hafði ekki fyrr hugsað til Salingers en að ég rek augun í að það er nú búið að lesa inn fyrrnefnda bók. Og nú veit ég hvað ég les næst. Mig langar að sannreyna hvort minning mín um hana sé rétt.

Meðan ég  var að lesa bókina  Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson,  hugsaði ég hvað eftir annað „þetta verð ég að muna“. Og auðvitað mundi ég það ekki, svo ég renndi aftur í gegnum bókina. Hún er ekki löng, tekur 4 klukkustundir í upplestri. Og  það er Stefán Hallur Stefánsson sem les. Hann gerir það vel, verður eins og sögumaður að segja sögu.Þetta er lágstemmd bók, sem talar í senn til hjartans og skynseminnar. Auk þess er bókin í senn fyndin og harmræn. Það er slegið  á marga strengi skáldhörpunnar.  

Sagan

Sá sem segir söguna er  miðaldra karlmaður staddur á Spáni. Hann er á flótta. Aðallega frá sjálfum sér. Sagan rekur hvers vegna.

Sagan

Þetta er vel stæð fjölskylda og ég staðset hana á Egilsstöðum, þótt það sé hvergi sagt beinlínis. Ég veit að höfundurinn er úr Fellabæ. Aðalpersónan, Magnús, sem er sögumaður er mikill gruflari. Hann veltir  

fyrir sér eðli lífsins og náttúrunnar. Hann missti móður sína ungur og ólst upp hjá föður sínum. Faðirinn er nú kominn á hjúkrunarheimili.  Hann hafði plantað skóg, lerki,  á jarðarparti sem hann fékk eftir foreldra sína. Þeir feðgar eru nánir. En þótt hugarheimur gruflarans, Magnúsar, sé bæði frjór og skapandi, er hann ekki að sama skapi  duglegur að tjá sig. Hildur kona hans hefur orð á því að hann taki ekki þátt í uppeldi barnanna , því hann tali ekki um það sem þarf að gera, t.d. vandamál sem koma upp varðandi eldra barnið, soninn Alla. Mér sem lesanda finnst að Magnús geri heilmikið og sé umhyggjusamur fjölskyldufaðir, enda sé ég alla hluti út frá hans sjónarhorni. Hann er einn til frásagnar.

Það er erfitt að lýsa þessari bók, gæði hennar liggja svo mikið í textanum og því sem gerist í hugarheimi sögumannsins sjálfs. Söguþráðurinn  skiptir minna máli. Bókin kom mér mikið á  óvart. Mér fannst ég aldrei hafa lesið íslenska bók sem líktist henni. Eitthvað fékk mig til að hugsa um Salinger og bók hans Bjargvætturinn í grasinu sem ég las fyrir margt löngu. Og ég hafði ekki fyrr hugsað til Salingers en að ég rek augun í að það er nú búið að lesa inn fyrrnefnda bók. Og nú veit ég hvað ég les næst. Mig langar að sannreyna hvort minning mín um hana sé rétt eða röng.

Niðurstaða

Bókin Dauði skógar er ein besta bók sem ég hef lesið lengi. Þó hef ég lesið marga góða bók.

 

Eftirþankar

Þetta er þriðja saga höfundar. Kannski les/hlusta ég á fyrri skáldsögur höfundar; Millilending og Krossfiskar   áður en ég skelli mér í að lesa Salinger.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 188994

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband