Örvænting: Vladimir Nabokov

6DADB3A8-C8DD-4EAD-9C6E-245402B38079
Örvænting

Auðvitað veit maður  þegar maður les sögu að hún er ekki sönn í bókastaflegri merkingu. Ég hef meira að segja búið mér til það viðmið, að bók sé góð, ef ég trúi henni. Þannig vil ég hafa sögur. Í bókinni Örvænting kemur Vladimir Nabokov mér í nokkurn vanda. Hann er stöðugt að minna lesanda sinn á að sagan sé skáldskapur. Hvað eftir annað rýfur hann spennandi atburðarás með því að ávarpa lesanda sinn og velta efnistökum bókarinnar fyrir sér. En allt kemur fyrir ekki, bókin tekur hug manns allan, ég held þræðinum og reyni að umbera innskot rithöfundarins í eigin texta. Satt best að segja minnir hann mig á ömmu mína, sem var frábær sögukona, hún átti þetta til að hlaupa út undan sér í miðri frásögn og þá þurftum við að dekstra  hana til að halda áfram.

Sagan

Sagan fjallar um smásúkkulaðiframleiðanda í Berlín sem reynir að auka viðskipti sín með því að falbjóða vöru sína einnig í Prag. Þar rekst hann á fátækling/beiningamann sem honum finnst svo bráðlíkur sjálfum sér, næstum tvífari sinn, að hann ákveður að koma honum fyrir kattarnef. Áður hafði  hann fallið eiginkonu sinni  að leysa út líftryggingu sína og síðan gætu þau lifað náðugu lífi það sem eftir er.

Vonbrigði

Klækurinn heppnaðist ekki. Maðurinn sem hann drap var ekki baun líkur honum og málið lá ljóst fyrir  þegar konan ætlaði að leysa út líftrygginguna. Í stað þess að njóta þess að hafa framið fullkominn glæp sat hann uppi með að verða úthrópaður sem ómerkilegur  þorpari og samviskulaus níðingur, sem níddist á minni máttar. Það merkilegasta við þessar hrakfarir súkkulaðimannsins er að það sem fær mest á hann er ekki peningarnir eða það að eiga dóm yfir höfði sér. Nei, hann er sárastur fyrir að gjörningurinn, þessi frábæra hugmynd, er ekki metin að

verðleikum.

Galdur

Það merkilega  við  þessa bók er að vera á einhvern hátt þvinguð til að setja sig í spor þessarar óviðkunnanlegu persónu. Hann líkist engum sem ég þekki og ég vona að kynnist aldrei neinum slíkum.

Þessi saga var skrifuð á rússnesku og kom út í  Berlín 1926 og seinna umskrifuð á ensku  1935 af höfundi. Hún var ekki til á íslensku fyrr en 2021 í þýðingu Árna Óskarssonar. Ég meðtók hana í eyrað. Það var Guðmundur S. Brynjólfsson sem las hana fyrir Hljóðbókasafnið. Hann las hana með tilþrifum. Nánast leiklas.Höfundur sögunnar var fæddur í Pétursborg 1899. Fjölskylda hans flúði land 1919 eftir  byltinguna. Hann átti eftir að búa í mörgum löndum og fékk meira að segja ríkisborgararétt í Bandaríkjunum þar sem hann bjó um hríð. Hann og lést 1977 í Sviss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lolita er frægasta skáldsaga Nabokovs. cool

"Lolita (1955) was ranked fourth in the list of the Modern Library 100 Best Novels in 2007."

Þorsteinn Briem, 30.3.2021 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 188995

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband