Jóhann Kristófer og Egill Skallagrímsson


Egill Skallagrímsson og Jóhann Kristófer

Ég er hugfangin af bók90AAD199-A675-4BCC-9410-1328DF72880C Romain  Rollands um Jóhann Kristófer. Ţegar ég gerđi mér grein fyrir hversu löng hún er, ţetta eru 5 bćkur og ţćr taka samtals 77,23 klst. í upplestri, ákvađ ég ađ gera bókina ađ framhaldssögu og lesa einungis 30 mínútur á dag. Ţađ hentar vel ţví ţađ er betra ađ vera međ athyglina í lagi međan mađur međtekur Jóhann Kristófer. Um svipađ leyti og ég hóf ţennan lestur var hafinn lestur á Egilssögu Skallagrímssonar. Ţađ var Torfi Túliníus, sem las. Kvöld mín skiptust ţví oftast á milli Egils og Jóhanns Kristófers. Ţađ fór ekki hjá ţví ađ ég bćri ţessa kappa saman í huganum. Ţađ er reyndar frekar öfugsnúiđ, ţví frásagnarmátinnn er ólíkur.  Jóhann Kristófer háir sínar orrustur í eigin hugarheimi, ţar vinnur hann sína sigra og ósigra, en Egill lćtur verkin tala. Kannski vćri réttara ađ segja illvirkin. Nú hefur Grettissaga tekiđ viđ af Egilssögu sem kvöldsaga Rúv.  Hún er lesin af Óskari Halldórssyni (1921 - 1983). Ég kem ađ Grettlu síđar. Nú og hér ćtla ég ađ halda mig viđ Egil. Ţetta eru ekki fyrstu kynni mín af Egilssögu, ég las hana í menntaskóla (MA) undir  leiđsögn Árna Kristjánssonar, sem var frábćr kennari. Árni kenndi okkur ađ skilja líkingamál kvćđanna, sem  mér fannst skemmtilegt eftir ađ mér lćrđist ađ skođa ţau eins og myndverk. Ég hafđi ekki lćrt um abstrakt list ţá, hvađ ţá súrrealisma.  Ţegar ég skođa slíkar myndir nú verđur mér hugsađ til líkingamáls okkar gömlu skálda.

Í hvert skipti sem ég les/hlusta á Egilssögu uppgötva ég eitthvađ  nýtt. Í ţetta skipti skildi ég loksins í hverju í  „hetjuskapur“ Egils var fólginn. Hann var einn til frásagnar. Mér finnst ekki ólíklegt ađ hann hafi veriđ ađ spinna upp ţessar raupsögur í  ellinni og   Ţórdís  stjúpdóttir hans hafi  varđveitt ţćr í huga sér  og síđan sagt öđrum. Ţetta er tilgáta mín um munnlega geymd sögunnar.   Frumsagan er Ţórdísar, jafnvel Ţorgerđar. Sú saga er síđar  fćrđ í letur  af höfundi ef til vill Snorra.

Hver er Jóhann Kristófer?

Ég heyri út undan mér ađ margir slá ţví föstu ađ Jóhann Kristófer sé Ludwig van Beethoven, sem er skrýtiđ ţví, Beethoven kemur oft viđ sögu ţegar veriđ er ađ fjalla um tónlist og ţá sem einn af tónlistarmönnum liđins tíma. Ég held ađ Jóhann Kristófer sé hlutgervingur snilligáfunnar og um leiđ samsafn margra snillinga. Hann er ofurnćmur og glöggur á alla hluti en klaufi í mannlegum samskiptum. Ţađ er hrein unun  ađ kynnast ţessum manni og fá ađ fylgjast međ hugarleiftrum hans. Ţessar 30 mínútur međ Jóhanni Kristófer er tilhlökkunarefni dagsins.

Ég held ađ Jóhann Kristófer sé fyrst og fremst hann sjálfur. Lifandi manneskja, Og snillingur.         


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband