Gata bernskunnar: Tove Ditlevsen

11F341B0-FFB3-4A47-AC21-BB6BFC7B4B31
Gata bernskunnar

Þegar ég var að leita að bók Kristínar Marju Baldursdóttur, Gata mæðranna í  bókasafni Hljóðbókasafnsins, kom líka upp bókin Gata bernskunnar. Sú bók er eftir danska rithöfundinn Tove Ditlevsen (1917 – 1976). Ég hafði ekki lesið þá bók en kannaðist við höfundinn frá því að ég lá í dönsku blöðunum alls staðar þar sem ég komst í þau en þessi blöð fundust ekki á mínu heimili. Tove Ditlevsen svaraði aðsendum bréfum lesenda sem leituðu til blaðsins vegna vandamála til að fá ráðgjöf. Mér fannst þessi dálkur afar merkilegur, sérstaklega þetta með vandamálin, problem. Á mínu heimili tíðkaðist ekki að tala um vandamál. Þó þekkti ég orðið.

Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um að Tove Ditlevsen væri þekktur rithöfundur í Danmörku. Það lærði ég seinna og fyrirvarð mig  fyrir að hafa haldið að hún væri einhvers konar danskur vandamálasérfræðingur.

Ég ákvað að lesa Götu bernskunnar á undan Götu kvennanna og það er hún sem ég ætla að skrifa um í þessum pistli.

Bókin kom út í Danmörku 1943 og íslenskri þýðingu 1972. Bókin byggir á hennar eigin bernsku, ég veit ekki hvort hún flokkast sem sjálfsævisöguleg skáldsaga. Hún fjallar um líf barnsins og síðar unglings á 5. hæð í bakhúsi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn á millistríðsárunum. Þetta eru tímar atvinnuleysis og fátæktar en Ester, svo heitir aðalpersónan, er heppin.  Fjölskyldufaðirinn hefur vinnu.Lesandinn fær að kynnast, fjölskyldu, vinum og nágrönnum með augum barnsins. Athyglisgáfa barna er oft skarpari en fullorðinna, þau veita einnig athygli sem látið er ósagt. Ester gengur vel í skóla en foreldrar hennar vilja ekki að hún fari í menntaskóla, mamma hennar vill að hún læri húshald.

Hún byrjar að vinna fyrir sér á pensjónati en gefst upp og fær síðan vinnu sem ritari á skrifstofu. Stéttaskipting

Vegir ástarinnar er oft grýttir. Ekki síst fyrir stúlku sem finnst hún ekki lengur tilheyra eigin stétt. Hún samsamar sig ekki lengur með fjölskyldu sinni. Ester er full vanmetakenndar og loksins þegar hún er búin að finna ástina, skemmir hún sambandið vísvitandi.

Um Tove Ditlevsen

Tove var afkastamikill rithöfundur. Hún skrifaði ljóð, smásögur, skáldsögur og bækur sem byggðar eru á eigin ævi. Mér finnst þetta merkilegt, því líf hennar var enginn dans á rósum. Hún stríddi við erfið veikindi, fyrst áfengisvanda og síðar eiturlyf. Hún þurfi að leggjast inn á geðdeild.

Það var mikið rót á lífi hennar, hún var fjórum sinnum gift og féll fyrir eigin hendi.

Lokaorð

Mér fannst bókin Gata bernskunnar frábær og er ákveðin í að ná mér í fleiri bækur eftir þennan höfund. Ég er svo heppin að tilheyra kynslóðinni sem kann dönsku nægilega vel til að geta lesið/hlustað á danskar bækur á frummálinu.

Næsti pistill verður um Götu mæðranna.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gata mæðranna" en ekki kvennanna. cool

Um 350 íslenskar skáldkonur

Þorsteinn Briem, 8.2.2021 kl. 20:49

2 Smámynd: Bergþóra Gísladóttir

Kærar þakkir fyrir ábendinguna

Bergþóra Gísladóttir, 8.2.2021 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband